Á morgun er sumarfríinu lokið hjá öllum fjölskyldumeðlimum og ég held að það syrgi það enginn. Við erum búin að eiga svo yndislegt sumar að enginn getur kvartað. Við ætlum að njóta dagsins í dag og byrjum hann í bröns hjá vinafólki. Ég er með fræhrökkbrauð í ofninum og ætla að gera feta- og sítrónumauk og taka með mér. Á morgun fer síðan allt á fullt, foreldraviðtal um morguninn, vinna hjá mér, skóli hjá krökkunum, og strákarnir að keppa í fótboltanum seinni partinn. Líf og fjör, alveg eins og það á að vera!
Vikumatseðill
Mánudagur: Gratineraður fiskur á hrísgrjónabeði
Þriðjudagur: Milljón dollara spaghetti
Miðvikudagur: Ofnbakaður grjónagrautur
Fimmtudagur: Pylsupottréttur með beikoni og sweet chili rjómasósu
Föstudagur: Grísk pizza
Með helgarkaffinu: Heimsins bestu súkkulaðibitakökur