Grísk pizza

Grísk pizza

Í gærkvöldi setti ég jólatónlist á fóninn og byrjaði að pakka inn fyrstu jólagjöfunum. Það varð svo jólalegt hér heima við það eitt að heyra jólalögin að mig dauðlangaði til að setja aðventuljósin í gluggana og æða inn í geymslu eftir jólaskrautinu. Ég hef alltaf verið mikið jólabarn og veit fátt skemmtilegra en að undirbúa jólin.

Grísk pizza

Hér áður fyrr vildi ég alltaf geyma það fram á síðustu daga að pakka jólagjöfunum inn en eftir að hafa setið til þrjú aðfaranótt aðfangadags eitt árið við innpökkun ákvað ég að þeirri hefð yrði ég að breyta. Núna byrja ég snemma, tek eitt og eitt kvöld í að dunda mér við þetta og nýt hverrar stundar.

Mig langar að benda ykkur á að það er hægt að prenta út skemmtileg merkispjöld á síðu sem heitir Eat, drink, chic, eins og til dæmis þessa krúttlegu hreindýraknúsamiða, jólapeysumiða, jólakveðjur, þessi fallegu merkisspjöld eða hreindýraspjöldin sem ég notaði í gærkvöldi. Passið bara að kaupa fallegan pappír sem er þykkari en venjuleg blöð.

Grísk pizza

En úr jólagleðini yfir í helgina, það er föstudagur á morgun og margir með þá hefð að hafa pizzu í kvöldmatinn. Ég fór með Kristínu vinkonu minni til Boston fyrir nokkrum árum og  þar kynnti hún mig fyrir æðislegri pizzu á California Pizza Kitchen. Pizzan var grísk og þegar ég kom heim var það mitt fyrsta verk að finna uppskriftina. Nú man ég ekki lengur hvar ég fann uppskriftina en hún er stórgóð og ég mæli svo sannarlega með að þið prófið þó að það taki smá tíma og hráefnalistinn er langur. Það er vel þess virði að eyða smá tíma í þessa dásemd.

Grísk pizza

Grísk pizza

 • Pizzabotn (uppskrift fyrir neðan)
 • 2 msk ólívu olía
 • 170 g ferskur, rifinn mozzarella ostur
 • 2 grillaðar grískar kjúklingabringur, skornar í sneiðar (uppskrift fyrir neðan)
 • grískt salat (uppskrift fyrir neðan)
 • 2 dl  tzatziki sósa (uppskrift fyrir neðan)
 • 30 g feta ostur
 • 2 tsk steinselja, hökkuð

Pizzabotn:

 • 1 tsk sykur
 • 2 tsk matarolía
 • 2 dl vatn (37°heitt)
 • 1 tsk ger
 • 1/2 tsk salt
 • 400 g hveiti

Hráefnið er sett í skál í þessari röð og hnoðað vel saman. Farið varlega í hveitið, setjið það smá saman út í þar til deigið sleppir skálinni. Setjið plastfilmu yfir skálina og leyfið deiginu að hefast á meðan áleggið er undirbúið og ofninn hitaður.

Grískur kjúklingur:

 • 900 g kjúklingabringur
 • 2 msk ólíufolía
 • 0,5 dl grísk kryddblanda

Setjið kjúklingabringurnar í plastpoka og fletjið þær út með buffhamri þar til þær verða 1,5 cm að þykkt. Hrærið ólívuolíu og kryddblöndunni saman og veltið kjúklingabringunum, einni í einu, upp úr blöndunni. Setjið kjúklinginn í ísskáp í 10-20 mínútur.

Grillið kjúklinginn á grilli í 3-4 mínútur á hvorri hlið eða bakið í ofni við 175° í 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Grískt salat

 • 1 stór agúrka, afhýdd og skorin í teninga
 • 2 tómatar, kjarnhreinsaðir og skornir í teninga
 • 1 rauðlaukur, hakkaður
 • 1 dl kalamata ólífur, skornar í tvennt
 • 1 tsk sítrónusafi
 • 1 tsk rauðvínsedik
 • ½ tsk sykur
 • ¼ tsk hakkaður hvítlaukur
 • dass af þurrkuðu oregano
 • dass af grófu salti
 • dass af svörtum pipar
 • 1 msk ólífuolía

Setjið agrúrku, tómata, rauðlauk og ólífur í stóra skál. Hrærið hinum hráefnunum saman í lítilli skál og blandið svo saman við grænmetið.

Tzatziki sósa

 • 1,2 dl majónes
 • 3 msk jógúrt
 • 3 msk sýrður rjómi
 • 30 g fetaostur
 • 1 ½ msk agúrka, afhýdd og kjarninn fjarlægður, restin skorin í teninga
 • ½ tsk þurrkuð mynta

Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og vinnið saman í slétta sósu.

Samsetning:

Hitið ofn í 220°. Fletjið pizzadeigið út í eina stóra pizzu eða tvær minni. Burstið ólíuolíu og stráið rifnum mozzarellaosti yfir botinn. Dreifið kjúklingasneiðum yfir ostinn og setjið pizzuna í ofninn í 8-10 mínútur eða þar til pizzabotninn er gylltur á könntunum og osturinn bránaður.

Þegar pizzan kemur úr ofninum er grísku salati dreift yfir pizzuna, fetaosti stráð yfir og að lokum tzatziki sóu. Stráið hakkaðri steinselju yfir pizzuna og berið hana fram með auka sósu til hliðar.

8 athugasemdir á “Grísk pizza

 1. Þetta lýtur MJÖG girnilega út, er að velta fyrir mér hvort gríska kryddblandan sé frá pottagöldrum ? 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s