Heimsins bestu súkkulaðibitakökur

Heimsins bestu súkkulaðibitakökurUndanfarnir dagar hafa verið nokkuð viðburðaríkir því við fengum skiptinema frá Frakklandi til okkar síðasta föstudag sem mun dvelja hjá okkur í viku. Í haust munu hlutskiptin síðan snúast við þegar Malín fer Frakklands sem skiptinemi í viku. Þetta ævintýri er á vegum Versló og er bæði stórsniðugt og skemmtilegt. Við vorum sérlega heppin með skiptinema, fengum yndislega stelpu til okkar sem er jákvæð og þakklát fyrir allt sem er gert fyrir hana og segist vera farin að kvíða því að kveðja og halda heim. Hún fer vonandi með góða upplifun héðan á föstudaginn og Malín hefur eflaust eignast vinkonu fyrir lífstíð.

Heimsins bestu súkkulaðibitakökurHeimsins bestu súkkulaðibitakökur

En úr einu í annað, ég les annað slagið amerískt blogg sem heitir Love Taza. Bloggið er ekki matarblogg en af og til læðast þangað inn mataruppskriftir og þegar þar birtist uppskrift sem hét „The world´s best chocolate chip cookie“ þá gat ég ómöglega staðist að prófa þær. Skiljanlega! Kökurnar eru æðislegar og ekki skemmir fyrir hvað það er einfalt að gera þær. Þessar mun ég baka aftur og aftur…

Heimsins bestu súkkulaðibitakökur

Heimsins bestu súkkulaðibitakökur (uppskrift frá Love Taza)

  • 1 bolli smjör
  • 1 bolli sykur
  • 1 bolli púðursykur
  • 2 egg
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 tsk. matarsódi
  • 2 tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 3¼  bollar hveiti
  • 1 bolli (eða meira) súkkulaðibitar

Hrærið smjörið mjúkt og kremkennt. Hrærið sykri og púðursykri saman við. Hrærið eggjum og vanilludropum saman við. Blandið þurrefnunum saman og hrærið þeim smátt og smátt saman við smjör/sykur blönduna. Hrærið súkkulaðibitum að lokum í deigið.

Skiptið deiginu í um 30-35 bita og raðið á bökunarpappírsklædda bökunarplötu (það er algjör óþarfi við að dunda sér við að rúlla kúlur úr deiginu). Bakið við 175° í 8-10 mínútur.

9 athugasemdir á “Heimsins bestu súkkulaðibitakökur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s