Vikumatseðill

Skólarnir hefjast á morgun og þar með þykir mér haustið formlega komið. Ég fæ fiðring í magann við tilhugsunina. Þessi árstími hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Í ár eru ákveðin kaflaskipti hjá okkur því núna eru öll börnin mín komin í menntaskóla. Það sem tíminn líður hratt! Fyrir nokkrum árum gerði ég stóra uppskrift súkkulaðibitakökum og degið fékk að dúsa í ísskápnum fyrstu skólavikuna. Á hverju kvöldi bakaði ég nokkrar kökur sem við fengum okkur svo nýbakaðar með kvöldkaffinu. Kannski ekki það hollasta en súpernotaleg byrjun á haustinu.

Vikumatseðill

Mánudagur: Smjörsteiktur þorskur

Þriðjudagur: Tælensk núðlusúpa

Miðvikudagur: Hakkabuff með karamelluseruðum lauki og rjómasósu

Fimmtudagur: Grænmetisbaka með piparosti

Föstudagur: Kjúklingur í satay með fetaosti og spínati

Með helgarkaffinu: Heimsins bestu súkkulaðibitakökur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s