New York Times súkkulaðibitakökur

New York Times súkkulaðibitakökur

Skrýtið hvernig lífið breytist alltaf á haustin. Það er eins og allt fari í gang með einum hvelli. Skólarnir og tómstundirnar byrja hjá krökkunum, saumaklúbbar vakna til lífs eftir sumarið og áður en maður veit af eru vikurnar uppbókaðar og næstum tvær vikur liðnar á milli bloggfærslna. Líf og fjör sem gerir haustið svo skemmtilegt.

New York Times súkkulaðibitakökur

Við fórum vel inn í haustrútínuna. Helgina áður en skólinn byrjaði gerði ég súkkulaðibitakökudeig sem við nutum góðs af á hverju kvöldi fyrstu skólavikuna. Uppskriftin af kökunum, sem ber það mikla nafn The New York Times Best Chocolate Chip Cookie Recipe, var fyrst birt í blaðinu sumarið 2008 og hefur síðan þá farið sem stormsveipur um internetið. Þessar kökur hafa orðstýr í bloggheimum um að vera ómótstæðilegar og ég get lofað að það er hverju orði sannara.

Bestu súkkulaðibitakökurnar

Uppskriftin er svakalega stór og þeir skynsömu myndu eflaust helminga hana. Ég gerði það þó ekki, enda hefur aldrei vottað fyrir skynsemi hjá mér þegar kemur að sætindum, heldur naut þess að eiga deigið í ískápnum og baka nokkrar kökur á hverju kvöldi í tæpa viku. Það var góð vika. Okkur hlakkaði öllum til að setjast niður á kvöldin með kalda mjólk og nýbakaðar kökurnar og það var ákveðin sorg sem fylgdi því þegar deigið á endanum kláraðist.

New York Times súkkulaðibitakökur

New York Times súkkulaðibitakökur

  • 2 bollar mínus 2 msk hveiti
  • 1 1/3 bolli brauðhveiti (ef þú átt það ekki notar þú venjulegt hveiti)
  • 1 1/4 tsk matarsódi
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 1/2 tsk gróft salt
  • 1 1/4 bolli ósaltað smjör
  • 1 1/4 bolli ljós púðursykur
  • 1 bolli plús 2 msk sykur
  • 2 egg
  • 2 tsk vanilludropar
  • 560 g dökkir súkkulaðibitar
  • sjávarsalt eða gróft salt til að strá yfir kökurnar

Aðferð:

  • Sigtið hveiti, matarsóda, lyftiduft og salt saman í skál og leggið til hliðar.
  • Setjið smjör og sykur í hrærivélaskál og hrærið saman i um 5 mínútur eða þar til blandan verður mjúk og kremkennd.
  • Hrærið eggjunum saman við, einu í einu, og hrærið vel á milli.
  • Bætið vanilludropum út í deigið.
  • Stillið hrærivélina á hægan hraða, bætið þurrefnunum í deigið og hrærið þar til hráefnin hafa blandast saman. Passið að ofhræra ekki deigið, það ætti að duga að hræra það í 5-10 sekúndur.
  • Bætið súkkulaðibitunum varlega í deigið.
  • Setjið deigið í plastfilmu og geymið í ískáp í 48 klst (eða að minnsta kosti 24 klst. Það má geyma það í allt að 72 klst. en ég geymdi það aðeins lengur).
  • Þegar það á að baka kökurnar er ofninn hitaður í 175°. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og mótið kúlur úr deiginu á stærð við golfkúlu. Setjið deigkúlurnar á bökunarplötuna (passið að hafa gott bil á milli því þær renna út) og stráið salti yfir.
  • Bakið kökurnar í 18-20 mínútur eða þar til þær eru gylltar á lit en mjúkar. Látið kökurnar kólna á grind í 10 mínútur.

4 athugasemdir á “New York Times súkkulaðibitakökur

  1. Takk fyrir að deila uppskriftunum þínum, þær lífga upp matseldina á mínu heimili. Mér líst vel á þessa uppskrift, hlakka til að prufa, er búin að bíða ansi lengi eftir „hinni einu sönnu“ uppskrift af súkkulaðibitakökum. En það er þetta „bollamál“ sem flækist oft fyrir mér. Hvað myndiru segja að þú notaðir mikið smjör í grömmum talið?

    Kveðja, Margrét Urður

  2. Sæl og blessuð, æðisleg síða hef prófað margar uppskriftir og allar jafn góðar 🙂 Ein spurning út í þessa uppskrift, skil ekki þetta 2 bollar mínus 2 msk hveiti ?? Bkv. Kristín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s