Pizza með karamelliseruðum lauk og pipruðu beikoni

Pizza með karamelluseruðum lauki og pipruðu beikoni

Það er tvennt sem ég er ákveðin í að gera í dag. Ég ætla að gefa ykkur uppskrift að brjálæðislega góðri pizzu og síðan ætla ég að setjast niður og svara tölvupóstum og spurningum sem ég hef fengið frá ykkur í vikunni. Ég vona að þið fyrirgefið seinaganginn. Mér þykir svo gaman að heyra frá ykkur en næ ekki alltaf að svara strax.

Pizza með karamelluseruðum lauki og pipruðu beikoni

Um síðustu helgi breytti ég út af vananum og bauð upp á föstudagspizzuna í nýrri útfærslu. Eða bæði og, ég prófaði að gera pizzu með karamelliseruðum lauk og pipruðu beikoni en til vonar og vara gerði ég líka hefðbundna pizzu.

Pizza með karamelluseruðum lauki og pipruðu beikoni

Ég hefði betur sleppt varaskeifunni því nýja pizzan reyndist ólýsanlega góð. Svo góð að ég sá eftir að hafa bara gert tvær því þær hreinlega hurfu af borðinu. Sætur laukurinn og salt beikonið passa stórkostlega vel saman og osturinn fullkomnar veisluna.

Pizza með karamelluseruðum lauki og pipruðu beikoni

Ég held að það gæti verið gaman að bjóða upp á pizzuna sem forrétt og bera hana þá fram með ísköldum bjór í flöskum. Ég er sjálf ekki mikið fyrir bjór en grunar að hann færi vel með pizzunni. Það er kannski eitthvað til að prófa um helgina?

Pizza með karamelluseruðum lauki og pipruðu beikoni

Pizza með karamelliseruðum lauk og pipruðu beikoni

 • 8 þykkar beikonsneiðar, skornar í bita
 • 2 msk ósaltað smjör
 • 2 laukar, skornir í þunnar sneiðar
 • ¼ tsk salt
 • 1 msk púðursykur
 • 2 hvítlauksrif, fínhökkuð
 • 1 tsk ferskmalaður pipar
 • 350 g óðalsostur, rifinn (ég mæli sérstaklega með honum, hann passar svo vel á pizzuna)

Hitið pönnu yfir miðlungsháum hita og steikið beikonið svo að fitan byrjar að renna af því og beikonið er aðeins byrjað að steikjast. Það á eftir að klára steikinguna í ofninum. Færið beikonið af pönnunni yfir á disk þaktan eldhúspappír og myljið pipar yfir. Látið fituna vera áfram á pönnunni, lækkið hitan í lágann hita og bætið smjöri saman við. Þegar smjörið er bráðnað er laukurinn settur á pönnuna ásamt salti. Setjið lok yfir og eldið við vægan hita í klukkustund, en hrærið í lauknum á 10 mínútuna fresti. Eftir klukkustund er púðursykri bætt á pönnuna og látið krauma áfram undir loki í 15 mínútur. Hrærið hvítlauk saman við og takið af hitanum. Færið laukinn yfir í skál og leggið til hliðar.

Fletjið pizzubotnana út og stráið helmingnum af ostinum yfir þá. Setjið laukinn yfir ostinn og þar á eftir beikonið. Endið á að setja ost yfir og bakið við 180° í 30-35 mínútur, eða þar til botninn er gylltur og osturinn bránaður og kominn með fallegan lit.

8 athugasemdir á “Pizza með karamelliseruðum lauk og pipruðu beikoni

 1. Hæ, Er ekki til margar tegundir af óðalsosti? Hvaða tegund notar þú?
  Btw, ég er að elska bloggið þitt en er allt of löt við að kommenta, ég er farin að gera svona vikumatseðla þökk sé þér-takk fyrir mig☺️

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s