Tillögur að snarli yfir leikjum helgarinnar

Það styttist óðum í lokahnykkinn á HM þar sem síðustu leikirnir eru núna um helgina. Það sem ég hlakka til! Mér þykir þó lítið varið í að horfa á leikina án góðra veitinga. Hér koma því tíu góðar tillögur að léttu snarli til að njóta yfir úrslitaleiknum:

1. Pizza með karamelluseruðum lauki og pipruðu beikoni er skotheldur hittari. Skerið pizzuna í sneiðar og berið fram með köldum bjór. Einn lesandi sagðist bæta döðlum á þessa pizzu og það er ég búin að vera á leiðinni að prófa. Mig grunar að það sé klikkað!

2. Tómatcrostini með þeyttum fetaosti er öruggt kort sem slær alltaf í gegn. Ég gæti lifað á þessu!

3. Fræhrökkbrauð með sítrónu- og fetamauki er hættulega gott kombó. Það er hægt að útbúa bæði hrökkbrauðið og fetamaukið deginum áður sem mér þykir alltaf vera kostur. Helsti ókosturinn fyrir mig er hins vegar að ég ræð ekki við mig með þetta fyrir framan mig og borða alltaf manna mest.

4. Brauðtertan hennar mömmu er orðin „klassiker“ þegar kemur að stórviðburðum og hún hefur boðið upp á hana yfir ófáum landsleikjum. Það er alltaf stemning þegar mamma mætir með brauðtertuna og það væri ekki hægt að taka saman þennan lista án þess að hafa hana með.

5. Nutelladip og ávextir er vinsælt snarl sem hverfur yfirleitt strax ofan í krakkana.

6. Krydduð pretzel- og hnetublanda passar stórvel með köldum bjór og fótboltaleik.

7. Tortillaskálar með grilluðum tígrisrækjum, avókadó og sýrðum rjóma og kælt hvítvín… þarf að segja eitthvað meira??

8. Pekanhjúpuð ostakúla hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég gerði hana fyrst og ég býð upp á hana við hvert tækifæri sem gefst. Mér þykir passa best að bera hana fram með Ritzkexi.

9. Beikonvafin pulsubrauð er réttur sem kemur skemmtilega á óvart. Stundum er það einfalda bara best. Þetta hverfur alltaf hratt af borðinu og vekur alltaf lukku.

10. Beikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetum er einfaldlega klikkgott og passar við öll tilefni

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s