Ég sá þessa uppskrift fyrst nýlega á erlendu matarbloggi og fannst hún alveg galin. Síðan fór ég að sjá hana á fleiri matarbloggum og allir virtust sammála um að þetta væri galið gott. Ég mátti því til með að prófa. Og þetta er galið gott. Það fannst okkur öllum.
- pylsubrauð
- rækjusmurostur
- beikon
Hitið ofninn i 225°. Smyrjið pylsubrauðið með rækjusmurosti og vefjið beikoni utan um það. Reiknið með 3-4 beikonstrimlum á hvert pylsubrauð. Ég var með 10 pylsubrauð og notaði nánast heilt box af rækjusmurostinum. Raðið fylltu pylsubrauðunum á ofnplötu og bakið í ca 15-20 mínútur eða þar til beikonið er tilbúið. Berið fram með góðu salati.
Ég er búin að vera lesa sömu blogg og þú og stimplaði Svíana galna, neitaði að trúa þessu! En ég treysti þér, þetta verður prófað strax í dag!! 🙂
Ég get lofað þér Dröfn að þetta er geðveikt gott.
Auðvitað lesum við sömu bloggin, enda tvíburar 🙂 Hlakka til að heyra hvernig ykkur fannst þetta.
Knús, Svava.
Ja hérna, þetta reyndist alveg galið gott! Verður svo sannarlega borið fram aftur við tækifæri. Ég bar þetta reyndar fram með skinku- og spergilkálsbökunni þinni og bæði sló alveg í gegn við matarborðið. Blði brauðin og bakan voru kláruð upp til agna, eins og reyndar alltaf þegar ég matreiði eitthvað af síðunni þinni. Takk fyrir frábærar uppskriftir. 🙂
Verulega gott og einfalt, virkadi frabaelega med godu salami 🙂
Geggjað gott strákarnir mínir virkilega hrifnir