Beikonvafin pylsubrauð með rækjuostafyllingu

Ég sá þessa uppskrift fyrst nýlega á erlendu matarbloggi og fannst hún alveg galin. Síðan fór ég að sjá hana á fleiri matarbloggum og allir virtust sammála um að þetta væri galið gott. Ég mátti því til með að prófa. Og þetta er galið gott. Það fannst okkur öllum.

  • pylsubrauð
  • rækjusmurostur
  • beikon

Hitið ofninn i 225°. Smyrjið pylsubrauðið með rækjusmurosti og vefjið beikoni utan um það. Reiknið með 3-4 beikonstrimlum á hvert pylsubrauð. Ég var með 10 pylsubrauð og notaði nánast heilt box af rækjusmurostinum. Raðið fylltu pylsubrauðunum á ofnplötu og bakið í ca 15-20 mínútur eða þar til beikonið er tilbúið. Berið fram með góðu salati.

7 hugrenningar um “Beikonvafin pylsubrauð með rækjuostafyllingu

  1. Ja hérna, þetta reyndist alveg galið gott! Verður svo sannarlega borið fram aftur við tækifæri. Ég bar þetta reyndar fram með skinku- og spergilkálsbökunni þinni og bæði sló alveg í gegn við matarborðið. Blði brauðin og bakan voru kláruð upp til agna, eins og reyndar alltaf þegar ég matreiði eitthvað af síðunni þinni. Takk fyrir frábærar uppskriftir. 🙂

  2. Bakvísun: Fimm góðar tillögur að mat fyrir eurovisionpartýið! | Ljúfmeti og lekkerheit

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s