Beikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetum

Beikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetum

Sumir segja að nýjársdagur sé rólegasti dagur ársins og í ár tökum við heilshugar undir það. Við fórum ekki út fyrir hússins dyr heldur dunduðum okkur hér heima á náttfötunum allan daginn. Jólaskrautinu var pakkað og komið fyrir inni í geymslu, heimilið þrifið og um kvöldið borðuðum við kalkúnaafganga og horfðum á bíómynd. Notalegt!

Beikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetumBeikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetum

Við áttum æðisleg áramót og gleðin stóð langt fram á nótt. Ég eldaði kalkún og þar sem við vorum svo mörg ákvað ég að vera með smá forrétt sem ég fann í Gestgjafanum, beikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetum. Ég tvöfaldaði uppskriftina og ekki veitti af. Mjög gott!

Beikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetumBeikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetum

Beikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetum – uppskrift úr Gestgjafanum

  • 10 fransbrauðsneiðar
  • 200 g rjómaostur
  • 100 g döðlur, saxaðar
  • 50 g valhnetur (ég var með kasjúhnetur)
  • hnefafylli graslaukur, smátt saxaður
  • um 20 beikonsneiðar

Hitið ofn í 190°. Skerið skorpuna af brauðinu og fletjið sneiðarnar út með kökukefli. Blandið saman rjómaosti, döðlum, valhnetum og graslauk. Bragðbætið með salti og pipar. Smyrjið brauðsneiðarnar með rjómaostablöndunni og rúllið þeim þétt upp. Vefjið beikoni utan um brauðið og skerið hverja rúllu varlega í tvennt (mér fannst betra að skera rúlluna fyrst í tvennt og vefja beikoninu síðan utan um hvor helming fyrir sig). Raðið á ofnplötu og bakið í ofninum  í um 20 mínútur, eða þar til beikonið hefur eldast hæfilega. Látið kólna lítillega áður en borið fram.

 

Ein athugasemd á “Beikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s