Sloppy Joe Mac n Cheese

Sloppy Joe Mac n Cheese
Mig grunar að margir séu að taka matarræðið í gegn núna í upphafi árs, eftir að hafa lifað lífinu í desember. Sjálf sit ég hér með nýbakaða skúffuköku á meðan ég fer í gegnum uppskriftir og dáist að öllum þeim sem hamast í ræktinni þessa dagana. Ég á aldrei ræktarkort þar sem útivist hentar mér betur. Að fara í göngutúra, fjallgöngur eða á skíði yfir vetrartímann þykir mér bæði endurnærandi og skemmtilegt. Hver og einn verður að finna sitt, ekki satt?
 Sloppy Joe Mac n Cheese
Ég gerði svo góðan hversdagsrétt eitt kvöldið fyrir jól og þar sem ég veit að margir mikla fyrir sér bollamálin þá passaði ég upp á að mæla allt í desilítum. Nú er ég hins vegar búin að snúa öllu við og finn ekki blaðið sem ég skrifaði desilítramálin á. Það hefur örugglega endað í ruslinu fyrir mistök. Rétturinn var þó svo góður (krakkarnir hrósuðu honum í bak og fyrir!) að ég ætla að setja uppskriftina inn þrátt fyrir bollamálin. Uppskriftin er lítil en lítið mál að tvöfalda hana.
 Sloppy Joe Mac n Cheese
Sloppy Joe Mac n Cheese (uppskrift fyrir 2-3) – uppskrift frá Taste and tell
Sósan:
 • ¾ bolli tómatsósa í dós
 • 2 msk púðursykur
 • 1 msk tómatpúrra
 • 2 tsk Worcestershire sósa
 • ½ tsk salt
 • ¼ tsk mulinn svartur pipar

Hrærið öllu saman og leggið til hliðar.

 • 2 bollar ósoðið pasta
 • 1 msk olía
 • ¾ bolli hakkaður laukur
 • 1 græn paprika, skorin smátt
 • 2 hvítlauksrif, pressuð eða fínhökkuð
 • 225 g nautahakk
 • 1 bolli rifinn cheddar ostur

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu.

Hitið olíu á pönnu við miðlungsháan hita og steikið lauk, papriku og hvítlauk þar til mjúkt. Bætið nautahakki á pönnuna og steikið þar til fulleldað. Bætið þá sósunni á pönnuna ásamt soðnu pastanu og setjið rifinn ostinn yfir. Lækkið hitann undir pönnunni og blandið varlega saman þar til osturinn hefur bráðnað og allt hefur blandast vel.

3 athugasemdir á “Sloppy Joe Mac n Cheese

 1. Spennandi uppskrift, ætla að prófa hana annað kvöld. Þegar þú segir tómatsósa í dós, hvernig tómatsósu áttu þá við?

  Hef prófað margar uppskriftir af blogginu þínu, hver annarri betri 🙂

  1. Gaman að heyra 🙂 Tómatsósan er í niðursuðudós. Ég var með frá Hunt’s, dósin lítur út eins og t.d. hökkuðu tómatarnir eru í en á dósinni stendur bara sauce. Vona að þú skiljir hvað ég meina 🙂

   >

 2. Alveg sammála þér með göngutúrana, alltaf besta líkamsrætkin utandyra. Ætla að prufa þennan rétt fljótlega 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s