Gamlárskveðja og vinsælustu uppskriftirnar á árinu 2016

Gamlárskveðja og vinsælustu uppskriftirnar á árinu 2016

Þá er síðasti dagur ársins runninn upp. 2016 var skítaár víða í heiminum og góð áminning um hversu gott það er að búa á Íslandi, langt frá stríðsástandi og þeirri hræðilegu eymd sem margir búa við. Hvað snýr að mér, get ég ekki sagt annað en að ég átti frábært ár! Veðrið lék við okkur og við nýttum það heilmikið í útivist, bæði í göngutúra og á skíðum á meðan opið var í fjallinu. Það fór lítið fyrir innanlandsferðalögum þetta árið, bara ein sumarbústaðarferð, en hins vegar ferðuðumst við til Brussel, Stokkhólms, Spánar, Kaupmannahafnar og Parísar. Strákarnir fermdust og lesendahópur Ljúfmetis stækkaði enn frekar. Ég kveð árið full af þakklæti ♥

Gamlárskveðja og vinsælustu uppskriftirnar á árinu 2016

Gamlárskveðja og vinsælustu uppskriftirnar á árinu 2016

Í kvöld verða hér níu manns í mat og mig grunar að ég sé með mat fyrir helmingi fleiri. Ég mun eyða deginum í eldhúsinu, að dekra við kalkúninn og undirbúa meðlætið. Eftirréttirnir eru tilbúnir og forréttinn á bara eftir að setja í ofninn rétt áður en hann verður borinn fram.

Gamlárskveðja og vinsælustu uppskriftirnar á árinu 2016

Flugeldarnar eru komnar í hús og eru að sjálfsögðu keyptar af björgunarsveit. Ég ætla í tilefni dagsins að birta lista yfir 10 vinsælustu uppskriftir ársins á blogginu, eins og ég hef gert undanfarin ár. Mig langar þó fyrst að þakka ykkur fyrir árið sem er að líða. Takk fyrir lesturinn, kommentin og kveðjurnar. Takk fyrir að vera með mér hér ♥

10 vinsælustu uppskriftirnar á árinu 2016

Kjúklingur með sætum kartöflum, spínati og fetaosti

Vinsælasta uppskrift ársins er kjúklingur með sætum kartöflum, spínati og fetaosti, en sú uppskrift var skoðuð tæplega 300.000 sinnum á árinu og henni hefur verið deilt yfir 10.000 sinnum. Skál fyrir því!

Einföld og góð skúffukaka

Einföld og góð skúffukaka er önnur vinsælasta uppskrift ársins. Það þurfa allir að eiga sína go-to uppskrift af skúffuköku. Þessi er fullkomin sem slík! Hráefnin eru yfirleitt til í skápunum og því lítið mál að baka þessa dásemd þegar skúffukökulöngunin dembist yfir mannskapinn. Sem gerist auðvitað oft.

Bananabrauð

Þriðja vinsælasta uppskriftin er uppáhalds bananabrauðið. Ég hef heyrt að þetta brauð sé orðið uppáhalds á fleiri heimilum en mínu og mér þykir vænt það. Þetta brauð er bara svo gott að það hálfa væri nóg.

Pizza sem klikkar aldrei

Pizza sem klikkar aldrei situr í fjórða sæti. Skiljanlega, því það nennir enginn að gera pizzu sem gæti klikkað. Þessi er líka ávísun á gott föstudagskvöld því hún er algjört æði.

Mexíkósk kjúklingasúpa

Í fimmta sæti er þykk og góð mexíkósk kjúklingasúpa. Svo góð!

Mexíkósúpa

Mexíkósku kjúklingasúpurnar viðrast heilla lesendur því í sjötta sæti er önnur mexíkósk súpa, sú sem ég elda hvað oftast. Ef Gunnar fengi að ráð væri þessi súpa í matinn í hverri viku. Ég elda hana að minnsta kosti tvisvar í mánuði, alltaf við mikinn fögnuð heimilismanna!

Ofnbakaðar kjötbollur

Ofnbakaðar kjötbollur eru sjöunda vinsælasta uppskriftin. Það er ekki annað hægt en að elska kjötbollur! Með kartöflumús, góðri rjómasósu og sultu væri skammlaust hægt að bjóða kóngi í mat.

Heimsins bestu súkkulaðibitakökur

Í áttunda sæti eru heimsins bestu súkkulaðibitakökur. Skiljanlega, því þær eru heimsins bestu í alvöru.

Mexíókskt kújklingalasagna

Mexíkóskt kjúklingalasagna er níunda vinsælasta uppskrift ársins. Ef einhver hefur ekki prófað þessa uppskrift þá mæli ég með að það verði áramótaheiti hjá viðkomandi. Klikkgott!

Hakkbuff með fetaosti

Síðast en ekki síst er hakkabuff með fetaosti í tíunda sæti yfir vinsælustu uppskriftirnar á árinu sem er að líða.

3 athugasemdir á “Gamlárskveðja og vinsælustu uppskriftirnar á árinu 2016

  1. Kærar þakkir fyrir frábært blogg. Hef notað það mikið og líkar mjög vel við þær uppskirftir sem ég hef prófað. Hef t.d prófað næstum allar uppskirfirnar af þessari samantekt 🙂

    Gleðilegt nýtt ár

    Kv Solla

  2. Gleðilegt ár Svava og takk fyrir girnilegar uppskriftir og samskipti á árinu. Margar af þínum uppskriftum eru orðnar uppáhalds á mínu heimili. Takk fyrir eljusemina við að halda úti uppskriftavefnum. 🍾 🎂 🎉 🍷 🎄

  3. Kærar þakkir Svava fyrir að halda úti matarblogginu. Nafnið „ljúfmeti og lekkerheit“ stendur svo sannarlega fyrir sínu. Ég nota mikið uppskriftirnar þínar. Gleðilegt ár til þín og þinna. 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s