Æðisleg snickersmarengsterta og myndir úr fermingu strákanna

IMG_6128

Vikurnar hafa hreinlega horfið að undanförnu en núna eru strákarnir mínir fermdir og lífið að falla í rólegra horf. Við áttum yndislegan fermingardag. Erna vinkona hjálpaði mér í undirbúningnum og viku síðar þegar hún fermdi Gumma sinn hjálpaði ég henni. Við vinkonurnar græjuðum því tvær fermingar með viku millibili! Ég var spurð hér á blogginu hvað ég ætlaði að bjóða upp á í fermingunni og ég lét það í hendur strákana að velja það. Þeir voru ekki í vandræðum með að ákveða sig, brauðtertur, kökur, osta og súkkulaðimús!

Snickersmarens Snickersmarens Snickersmarens Snickersmarens SnickersmarensSnickersmarens Snickersmarens Snickersmarens Snickersmarens SnickersmarensSnickersmarens Snickersmarens Snickersmarens Snickersmarens Snickersmarens SnickersmarensSnickersmarens

Það er óhætt að segja að ég gekk of langt hvað varðar magn veitinga og hefði getað fætt hálfan Kópavog í viku með því sem var í afgang eftir veisluna. Ég hóaði því í nágrannana og lét þá taka hluta til sín, börnin hennar Ernu mættu með brautertur og ávaxtaspjót í nesti í skólann daginn eftir og ég fór með hluta í vinnuna til mín. Þar var ég spurð hvort uppskriftin af marengskökunni væri ekki örugglega á blogginu en hún var ekki hér, heldur gaf ég hana í MAN fyrir nokkru síðan. Það er því löngu tímabært að birta hana hér á blogginu.

Snickersmarens

Snickersmarengsterta

 • 4 eggjahvítur
 • 2 dl sykur
 • 1 dl púðursykur
 • 5 dl Rice Krispies

Stífþeytið eggjahvítur, sykur og púðursykur saman. Hrærið Rice Krispies varlega saman við. Klæðið ofnplötu með bökunarpappír, setjið deigið á og mótið um 25 cm hring úr því. Bakið við 150° í 60 mínútur. Látið botninn kólna áður en kremið er sett á.

Krem:

 • 4 eggjarauður
 • 3 msk sykur
 • 2 snickers (samtals 100 g)
 • 60 g smjör

Bræðið Snickers og smjör saman við vægan hita og látið aðeins kólna. Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan er orðin ljós og létt. Hrærið öllu varlega saman og setjið kremið yfir botninn.

Yfir tertuna:

 • 5 dl rjómi
 • 2 snickers (samtals 100 g)
 • ber

Þeytið rjóma og hakkið snickers. Setjið þeytta rjómann yfir kremið og stráið hökkuðu snickersi yfir. Skreytið með berjum.

 

 

9 athugasemdir á “Æðisleg snickersmarengsterta og myndir úr fermingu strákanna

 1. Mikið er þetta flott hjá ykkur! Èg er að fara að ferma á næsta ári og þetta er bara akkúrat eins og okkur langar að hafa þetta!! Mig langar að fá uppskriftirnar af þessu öllu saman!

  Þú og þínar uppskriftir eru uppistaðan af matsrgerðinni heima hjá mér hahaha 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s