Æðisleg snickersmarengsterta og myndir úr fermingu strákanna

IMG_6128

Vikurnar hafa hreinlega horfið að undanförnu en núna eru strákarnir mínir fermdir og lífið að falla í rólegra horf. Við áttum yndislegan fermingardag. Erna vinkona hjálpaði mér í undirbúningnum og viku síðar þegar hún fermdi Gumma sinn hjálpaði ég henni. Við vinkonurnar græjuðum því tvær fermingar með viku millibili! Ég var spurð hér á blogginu hvað ég ætlaði að bjóða upp á í fermingunni og ég lét það í hendur strákana að velja það. Þeir voru ekki í vandræðum með að ákveða sig, brauðtertur, kökur, osta og súkkulaðimús!

Snickersmarens Snickersmarens Snickersmarens Snickersmarens SnickersmarensSnickersmarens Snickersmarens Snickersmarens Snickersmarens SnickersmarensSnickersmarens Snickersmarens Snickersmarens Snickersmarens Snickersmarens SnickersmarensSnickersmarens

Það er óhætt að segja að ég gekk of langt hvað varðar magn veitinga og hefði getað fætt hálfan Kópavog í viku með því sem var í afgang eftir veisluna. Ég hóaði því í nágrannana og lét þá taka hluta til sín, börnin hennar Ernu mættu með brautertur og ávaxtaspjót í nesti í skólann daginn eftir og ég fór með hluta í vinnuna til mín. Þar var ég spurð hvort uppskriftin af marengskökunni væri ekki örugglega á blogginu en hún var ekki hér, heldur gaf ég hana í MAN fyrir nokkru síðan. Það er því löngu tímabært að birta hana hér á blogginu.

Snickersmarens

Snickersmarengsterta

 • 4 eggjahvítur
 • 2 dl sykur
 • 1 dl púðursykur
 • 5 dl Rice Krispies

Stífþeytið eggjahvítur, sykur og púðursykur saman. Hrærið Rice Krispies varlega saman við. Klæðið ofnplötu með bökunarpappír, setjið deigið á og mótið um 25 cm hring úr því. Bakið við 150° í 60 mínútur. Látið botninn kólna áður en kremið er sett á.

Krem:

 • 4 eggjarauður
 • 3 msk sykur
 • 2 snickers (samtals 100 g)
 • 60 g smjör

Bræðið Snickers og smjör saman við vægan hita og látið aðeins kólna. Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan er orðin ljós og létt. Hrærið öllu varlega saman og setjið kremið yfir botninn.

Yfir tertuna:

 • 5 dl rjómi
 • 2 snickers (samtals 100 g)
 • ber

Þeytið rjóma og hakkið snickers. Setjið þeytta rjómann yfir kremið og stráið hökkuðu snickersi yfir. Skreytið með berjum.

 

 

Marengsterta með sítrónukremi og bláberjum

Marengsterta hlýtur að vera það léttasta sem hægt er að baka. Það þarf einfaldlega að hræra eggjahvítur og sykur nógu lengi saman. Það má síðan alltaf bæta sítrónusafa eða kakói út í, skipta hvítum sykri út fyrir púðursykur eða af hverju ekki að strá möndluflögum yfir botninn áður en hann fer í ofninn.

Um síðustu helgi átti ég afgang af lemoncurd og nokkrar eggjahvítur og fannst kjörið að nýta það í marengs. Ég átti líka Rice crispies og úr varð einföld en dásamlega góð og sumarleg terta.

Marensbotnar

 • 4 eggjahvítur
 • 2 dl sykur
 • 3 dl rice crispsies

Hitið ofninn í 125° og klæðið tvö bökunarform með bökunarpappír í botninn og smyrjið hliðarnar. Hrærið eggjahvíturnar þar til þær verða hvítar og léttar. Bætið sykri út í og hrærið þar til blandan myndar stífa toppa. Hrærið Rice crispies varlega út í og skiptið deginu í formin. Bakið í 80 mínútur. Látið botnana kólna áður en sett er á þá.

Sítrónucurd

 • 1,5 dl. sykur
 • 2 stór egg
 • hýði af 2 stórum sítrónum og ca 3/4 dl. af ferskum sítrónusafa
 • 50 gr. smjör við stofuhita

Setjið sykur, egg, fínrifið sítrónuhýði og sítrónusafann í hitaþolna skál og setjið yfir sjóðandi vatn. Hrærið stöðugt með handþeytara (ekki rafmagns) svo að eggin hlaupi ekki í kekki. Blandan á að ná svipaðri þykkt og hollandaissósa. Þegar blandan hefur náð réttri þykkt er hún tekinn af hitanum og smjörinu hrært saman við. Þegar smjörið er bráðnað er sítrónucurdið sett í lokaða krukku, það geymist í rúma viku í ískáp.

 • 1/2 l rjómi, þeyttur.

Ég átti smá afgang af sítrónucurdi en ekki nógu mikið til að setja á heila tertu. Ég tók því af þeytta rjómanum og blandaði saman við sítronucurdið. Úr varð létt og sumarlegt sítrónukrem, æðislega gott.

Setjið annan marengsbotninn á kökudisk. Það er gott að setja smá af þeytta rjómanum undir botninn svo hann renni ekki til á kökudiskinum. Smyrjið þunnu lagi af sítrónukreminu á botninn og síðan þeytta rjómanum yfir sítrónukremið. Leggið seinni botninn ofan á, annað lag af sítrónukremi og þeytta rjómann efst. Leggið vel af berjum ofan á kökuna og njótið.