Marengsterta með sítrónukremi og bláberjum

Marengsterta hlýtur að vera það léttasta sem hægt er að baka. Það þarf einfaldlega að hræra eggjahvítur og sykur nógu lengi saman. Það má síðan alltaf bæta sítrónusafa eða kakói út í, skipta hvítum sykri út fyrir púðursykur eða af hverju ekki að strá möndluflögum yfir botninn áður en hann fer í ofninn.

Um síðustu helgi átti ég afgang af lemoncurd og nokkrar eggjahvítur og fannst kjörið að nýta það í marengs. Ég átti líka Rice crispies og úr varð einföld en dásamlega góð og sumarleg terta.

Marensbotnar

 • 4 eggjahvítur
 • 2 dl sykur
 • 3 dl rice crispsies

Hitið ofninn í 125° og klæðið tvö bökunarform með bökunarpappír í botninn og smyrjið hliðarnar. Hrærið eggjahvíturnar þar til þær verða hvítar og léttar. Bætið sykri út í og hrærið þar til blandan myndar stífa toppa. Hrærið Rice crispies varlega út í og skiptið deginu í formin. Bakið í 80 mínútur. Látið botnana kólna áður en sett er á þá.

Sítrónucurd

 • 1,5 dl. sykur
 • 2 stór egg
 • hýði af 2 stórum sítrónum og ca 3/4 dl. af ferskum sítrónusafa
 • 50 gr. smjör við stofuhita

Setjið sykur, egg, fínrifið sítrónuhýði og sítrónusafann í hitaþolna skál og setjið yfir sjóðandi vatn. Hrærið stöðugt með handþeytara (ekki rafmagns) svo að eggin hlaupi ekki í kekki. Blandan á að ná svipaðri þykkt og hollandaissósa. Þegar blandan hefur náð réttri þykkt er hún tekinn af hitanum og smjörinu hrært saman við. Þegar smjörið er bráðnað er sítrónucurdið sett í lokaða krukku, það geymist í rúma viku í ískáp.

 • 1/2 l rjómi, þeyttur.

Ég átti smá afgang af sítrónucurdi en ekki nógu mikið til að setja á heila tertu. Ég tók því af þeytta rjómanum og blandaði saman við sítronucurdið. Úr varð létt og sumarlegt sítrónukrem, æðislega gott.

Setjið annan marengsbotninn á kökudisk. Það er gott að setja smá af þeytta rjómanum undir botninn svo hann renni ekki til á kökudiskinum. Smyrjið þunnu lagi af sítrónukreminu á botninn og síðan þeytta rjómanum yfir sítrónukremið. Leggið seinni botninn ofan á, annað lag af sítrónukremi og þeytta rjómann efst. Leggið vel af berjum ofan á kökuna og njótið.

11 athugasemdir á “Marengsterta með sítrónukremi og bláberjum

 1. Nammi, hefði viljað smakka þessa! Sniðugt að bæta lemoncurdinu við rjómann. Ég held að við séum enn meiri tvíburasystur en við vissum! Ég er einmitt að setja inn marengstertu, sem ég bakaði í afmælinu hans Vilhjálms, inn á síðuna mína og þar held ég á tertunni! 🙂

 2. Komdu sæl Svava! Ég bakaði sítrónu – margengs tertuna. Hún var algjört sælgæti. Marengsinn minn var þó aðeins of mjúkur (og hún bráðnaði í munni!) … en kanntu eitthvað ráð til að gera hann aðeins stökkan? Hvað á t.d. að baka marengsinn lengi? Takk fyrir góða síðu, Aldís Guðmundsdóttir (vinkona Malínar)

 3. Sæl Aldís.
  Takk fyrir ábendinguna – ég er núna búin að setja bökunartímann í uppskriftina. Það á að baka marengsinn í ca 80 mínútur og ef ég baka botnana að kvöldi til þá læt ég þá oft bara kólna í lokuðum ofninum yfir nóttuna. Þeir eru þá alltaf stökkir og góðir þegar ég set á þá morguninn eftir.
  Bestu kveðjur,
  Svava.

  1. Takk kærlega fyrir þetta. Nú skil ég af hverju mínir voru svolítið mjúkir, ég byrjaði á 25 mínútum, og þóttist svo mjög djörf og bætti 15 mínútum við! En samt var hún mjög góð og sítrónubragðið gerði útslagið (en það var mjög fín áferð á sítrónukreminu). Kær kveðja, Aldís

 4. Búin að baka þessa nokkrum sinnum og hún slær alltaf í gegn, algjört sælagæti! 🙂 Ég frysti lemon curdið og á það nú til á „lager“.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s