Kaupmannahöfn!

Kaupmannahöfn!

Þá er verslunarmannahelgin að baki og sumarið farið að styttast í annan endann. Í fyrra fórum við með krakkana á þjóðhátíð um verslunarmannahelgina en í ár eyddi ég helginni í Kaupmannahöfn með mömmu, bróður mínum og systur minni sem býr í þar. Ferðina fórum við í tilefni af sjötugsafmælis mömmu sem við fögnuðum sem aldrei fyrr. Myndin að ofan er tekin á sjálfum afmælisdeginum sem við hófum í bröns á Hilton. Systurdóttir mín hafði tekið með sér fínustu kórónuna fyrir ömmu sína, það dugar auðvitað ekkert minna þegar fagnað er stórafmælum! Myndirnar hér að neðan eru hins vegar frá morgunverðinum deginum áður sem við borðuðum á heilsustaðnum 42raw.

Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!

Við borðuðum svo góðan mat í ferðinni að ég var stöðugt pakksödd í fjóra daga. Mér datt í hug að það gæti verið snjallt deila þeim góðu veitingastöðum sem við fórum á, ef ske kynni að einhver væri á leið til Köben og vantar hugmyndir. Það er auðvitað hafsjór af góðum veitingastöðum í Kaupmannahöfn en ég má til með að benda á æðislegan stað sem ég hafði ekki farið á áður,  Sticks´n´sushi á Tivoli Hotel. Æðislegur matur, góðir kokteilar og stórkostlegt útsýni! Bókið borð og mætið tímalega því það er ekki annað hægt en að hefja kvöldið á fordrykk í rólunum bak við barinn, með útsýni yfir Kaupmannahöfn.

Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!

Cafe Viktor er annar staður sem ég má til með að mæla með. Dásamlega fallegt umhverfi og góður matur. Ef heppnin er með þér gætir þú rekist á kóngafólkið eða, eins og í okkar tilfelli, haft Ole Henriksen á næsta borði.

Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!

Það kann að hljóma óspennandi að fara í bröns á Kastrup en eftir að hafa heyrt að Hilton hótelið þar hefði verið valinn besti brönsstaður Kaupmannahafnar hoppuðum við upp í Uber og létum slag standa.  Við sáum ekki eftir því og enduðum á að sitja þar í fleiri tíma og njóta alls þess góða sem staðurinn hafði upp á að bjóða.

Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!

Að lokum má ég til með að benda á Skagen Fiskerestaurant á Illum Rooftop þar sem við fengum æðislegan mat. Rauðsprettan var klikkgóð og fish´n chips með því besta sem við höfum smakkað. Upplagt að gera hlé á búðarröltinu og fá sér góðan hádegisverð þar.

image image

Á milli þess sem við borðuðum nutum við þess að rölta um Kaupmannahöfn og knúsa systurbörnin mín sem við sjáum allt of sjaldan.

Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!

Yndisleg ferð sem við munum seint gleyma.

 

2 athugasemdir á “Kaupmannahöfn!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s