Löng helgi í Stokkhólmi

Við Hannes tókum skyndiákvörðun síðasta miðvikudag og bókuðum okkur ferð til Stokkhólms yfir helgina. Við vorum heppin að ná síðasta herberginu á Berns (Haymarket var uppbókað) og fengum stórt og gott herbergi á efstu hæð. Veðrið var æðislegt, sól og yfir 20 gráður langt fram eftir kvöldi. Við nutum til hins ýtrasta!

Þar sem fyrirvarinn var stuttur (innan við sólarhringur!) náði ég ekki að bóka veitingastaði eins og ég er vön að gera en það kom ekki að sök. Við borðuðum æðislegan mat og ég uppgötvaði í leiðinni nýjan stað sem varð strax uppáhalds. Eftir ferðina eru nokkrir staðir sem mig langar að benda á.


Það er ekkert nýtt að ég dásami Sturehof en þangað fer ég í hverri einustu Stokkhólmsferð og panta alltaf það sama, toast skagen og hvítvínsglas. Best í heimi!

Koh Phangan er góður tælenskur staður  með frábærum mat á góðu verði. Við vorum heppin að ná borði uti og sátum frameftir kvöldi yfir matum.

Taverna Brillo er annnar góður staður sem við borðuðum tvisvar á og í bæði skiptin fengum við borð úti í sólinni. Í fyrra skiptið fengum við okkur trufflu mac & cheese sem var æði og í það seinna pizzu með ítalskri skinku, parmesan, ruccola, valhnetum og sítrónu sem var ekki síðri.

Phils burger er vinsæll hamborgarastaður sem er á nokkrum stöðum um Stokkhólm og er með æðislega hamborgara. Ég fékk mér með karamelluseruðum lauki og trufflu majónesi sem var brjálæðislega góður. Hannes fékk sér borgara sem hét Phils Limited burger og var með asísku tvisti. Með borgurunum fengum við okkur bæði venjulegar og sætkartöflufranskar, bearnaise og Phil´s dipp sauce. Ég komst varla heim því ég var svo södd.

Síðast en ekki síst er nýjasti uppáhalds veitingastaðurinn, PA&Co. Ég get ekki hætt að hugsa um matinn sem við fengum þar, hann var himneskur! Eftir matinn röltum við yfir á Grand hotel og fengum okkur drykk undir lifandi píanóleik og söngi. Útsýnið frá barnum á Grand hotel er æðislegt og sérstaklega á svona fallegum sumarkvöldum.


Fallegasti kokteill sem ég hef séð fengum við á Hotel Kung Carl. Þar eru þaksvalir sem fáir vita um og virkilega notalegt að sitja þar á sumarkvöldum.


Eftir að hafa rölt borgina þvera og endilanga og gengið vel yfir 20 km á laugardeginum settumst við niður á þaksvölunum á Scandic Continental. Það var 23 gráðu hiti, glampandi sól og æðisleg stemning. Skemmtilegur staður með útsýni yfir borgina.

Ég læt hér við sitja í þetta sinn en hér má lesa fleiri ábendingar varðandi Stokkhólm.

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

París ♥

Ég átti langa helgi í París í síðustu viku, sem er ástæða fjarveru minnar hér á blogginu. Þeir sem fylgja mér á Instagram hafa eflaust áttað sig á því, en þar uppfærði ég bæði með myndum og á Insta stories. Við vorum síðast í París í lok október en núna var vor í lofti og annar bragur á borginni. Tíminn flaug frá okkur og ég hefði gjarnan viljað framlengja um nokkrar nætur. Það var þó svo að vinnan kallaði og börnin biðu, þannig að það var bara að koma sér aftur heim. Ég tók bara myndir á símann í þessari ferð og myndgæðin eru eflaust eftir því. Það verður þó að fá að duga.

Við nýttum tímann vel og fórum meðal annars í vínsmökkum hjá O´Chateu sem ég má til með að mæla með. Vínin voru dásamleg og meðlætið ekki síðra en vínið var parað með frönskum ostum og skinkum ásamt baquette. Ég var í himnaríki!

  

Við fórum í hjólaferð og náðum þannig bæði að sjá áhugverða staði og fá smá fróðleik í leiðinni. Það er gaman að hjóla um París og við vorum sérlega heppin með leiðsögumann. Við vorum fjögur saman og ferðin tók 1,5 klst. Við komumst yfir furðu mikið á svo skömmum tíma.

Það er varla hægt að fara til Parísar án þess að borða góðan mat. Við borðuðum foi gras á hverjum degi, drukkum rósarvín og nutum þess að vera til. Ég skrifaði um L´Avenue eftir síðustu Parísarferð og get ekki annað en imprað á því hversu góður staðurinn er. Núna sátum við úti í blíðskaparveðri, drukkum kalt rósarvín og borðuðum snigla, tælenskar vorrúllur, humar og önd. Það væri synd að láta þennan stað framhjá sér fara.

  

Síðan má ég til með að benda á Le Meurice Alain Ducasse en þar fékk ég einn besta mat sem ég hef á ævinni borðað. Staðurinn skartar tveim Michellin stjörnum og ekki að ástæðulausu. Við fengum foi gras í forrétt, nautalund í aðalrétt og ís með súkkulaði í eftirrétt. Umhverfið er svo fallegt og maturinn dásamlega góður. Ef maður ætlar að gera vel við sig, þá er þetta staðurinn. Ég vara þó við að hann er ansi dýr.

Það má vel eyða deginum í Galleries Lafayette og þó planið sé ekki að versla er klárlega vert að líta við. Byggingin er stórkostlega falleg og á efstu hæð eru svalir með útsýni yfir París.

Fyrir fleiri ábendingar um París er hægt að skoða fyrri færslu sem er hér. París er dásamleg borg og verður eflaust ekki heimsótt nógu oft. Mig langar strax aftur!

 

Boston!

Þeir sem fylgja mér á Instagram hafa eflaust áttað sig á því að ég var í fríi í Boston, sem skýrir fjarveruna hér á blogginu. Hannes þurfti að fara þangað á fundi og við ákváðum að gera smá frí úr ferðinni. Það sem við höfðum það gott! Hannes var flesta morgna á fundum en var alltaf kominn að hitta mig fljótlega upp úr hádegi. Ég nýtti tímann á meðan í dekur á snyrtistofunni og rölt um Boston með viðkomu í nokkrum vel völdum verslunum.

Við gistum á The Colonnade hótelinu sem er vel staðsett og með allt í göngufæri. Morgunmaturinn á hótelinu er dásamlegur og við nýttum okkur herbergisþjónustuna óspart. Herbergið okkar var rúmgott og með útsýni yfir Boston og það var ósköp notalegt að byrja dagana þar með morgunverðinn við gluggann.


Handan við hornið er upplagt að fara í hand- og fótsnyrtingu. Bara nokkur skref frá hótelinu og opnar snemma. Mér fannst æðislegt dekur að skottast þangað eftir morgunverðinn og fá snyrtingu og fótanudd morguninn eftir að við komum út.

  

 
Á móti hótelinu, í Prudential verslunarmiðstöðinni, er æðislegur matarmarkaður, Eataly. Þar settumst við niður á hverjum degi og fengum okkur osta, skinkur og vínglas. Það var svo notalegt að sitja þar við barinn og gæða sér á matnum. Mæli með því! Síðasta daginn versluðum við góðgæti og æðislegt rauðvín sem við tókum með okkur heim.


Annar staður sem ég mæli með er Taj Boston sem er á horni Newbury og Arlington. Þar inni er æðislegur bar sem er notalegt að setjast á eftir að hafa rölt um bæinn. Við fórum tvisvar þangað, í annað skiptið settumst við inn í drykk eftir að hafa rölt bæinn þveran og endilangan og í seinna skiptið fórum við í kampavín. Þarna er boðið upp á bestu hnetur sem ég hef smakkað. Ég borðaði mig sadda af þeim í bæði skiptin.

Það er nú varla hægt að fara til Ameríku án þess að fara á steikhús. Við fórum á Capital Grille og fengum okkur nautalund og humar, trufflufranskar og kartöflugratín. Brjálæðislega gott!

 

Kvöldið sem við komum út fórum við á Cheesecake factory, sem var beint á móti hótelinu okkar. Við fengum svo góðan mat (spicy cashew chicken og thai coconut-lime chicken) að það hálfa væri nóg. Við tókum síðan eftirréttinn, ostakökusneið, með okkur upp á hótel. Þæginlegt að þurfa bara að rölta yfir götuna, sérstaklega þar sem við vorum hálf þreytt eftir ferðalagið.

Mig hefur lengi langað til að smakka hin margrómaða Shake Shack borgara en get ekki sagt að hann hafi staðið undir væntingum. Borgarinn var hvorki fugl né fiskur en ostafranskarnar voru hins vegar æðislega góðar.

Við áttum yndislega daga í Boston og móttökurnar sem biðu okkur heima gátu ekki verið betri. Þegar við komum heim var búið að þrífa allt hátt og lágt, skipta um á rúmunum og á borðinu beið nýbakað bananabrauð. Yndisgull sem ég á ♥

Stokkhólmur

Stokkhólmur

Það hefur verið rólegt hér á blogginu undanfarna daga þar sem við Hannes skelltum okkur í helgarferð til Stokkhólms. Eftir að ég póstaði mynd úr ferðinni á Instagram var ég beðin um Stokkhólmsfærslu sem ég ákvað að setja strax inn. Stokkhólmur er ein af mínum uppáhalds borgum. Strákarnir mínir eru fæddir í Svíþjóð og við bjuggum bæði í Uppsölum og Stokkhólmi í fjögur ár. Það er því alltaf notalegt tilfinning að koma þangað.

StokkhólmurStokkhólmurStokkhólmurStokkhólmurStokkhólmur

Við vorum síðast í Stokkhólmi í maí og gistum þá á Berns hotel. Núna gistum við á Haymarket sem hefur verið hælt mikið á sænskum bloggum síðan það opnaði í maí. Staðsetningin er frábær og hótelbarinn er þéttsetinn frá hádegi og fram á nótt. Þar er lifandi jazztónlist á kvöldin og stemningin er æðisleg. Á hótelinu er einnig kaffihús og veitingastaður sem hefur fengið góða dóma. Frábært hótel í alla staði!

StokkhólmurStokkhólmurStokkhólmur

Það er mikið af góðum veitingastöðum í Stokkhólmi og vandamálið er að velja úr þeim. Það eru þó nokkrir staðir sem eru í uppáhaldi:

 • Sturehof er elsti sjávarréttarstaður Stokkhólms. Ég fer þangað í hverri Stokkhólmsferð og panta alltaf það sama, toast skagen og hvítvínsglas. Ég fer helst í hádeginu og á sumrin bið ég um borð úti. Þar er auðveldlega hægt að sitja fram á kvöld og fylgjast með mannlífinu.
 • Riche. Hér fæ ég mér sænskar kjötbollur og enda máltíðina á klassíska sænska eftirréttinum Gino. Súpergott!
 • Berns Aisatiska. Góður matur undir stórum kristalljósakrónum í fallegu umhverfi. Líf og fjör!
 • Farang. Ég borðaði þar í fyrsta sinn núna eftir að vinkonur mínar mæltu með honum. Prófið Farang meny eða Meny Fan Si Pan. Matarupplifun sem gleymist seint.

StokkhólmurStokkhólmur

Stokkhólmur

Síðan er nóg af góðum skyndibitum í Stokkhólmi. Ég mæli með:

 • Vapiano. Ítalskur matur sem svíkur engann. Hér færðu góðar pizzur og æðislegt pasta. Við höfum dottið hér inn á milli búða og pantað okkur ostabakka, bruchetta og rauðvín á meðan við hvílum fæturnar.
 • Burger and lobster. Einfaldur matseðill þar sem einungis hamborgari og humar eru í boði. Verðið er það sama á báðum réttunum, 285 sek. Gott!
 • Phils burger er vinsæll hamborgarastaður sem margir líkja við Shake Shack.
 • Max hamburger. Svo margfalt betri en McDonalds. Melted cheddar dip er möst með frönskunum. Ég kaupi minn á flugvellinum á heimleiðinni.

Stokkhólmur

StokkhólmurStokkhólmurStokkhólmur

Það væri synd að fara til Svíþjóðar án þess að fá sér kanilsnúð. Fyrir alvöru snúð er Saturnus málið!

Stokkhólmur

Hvað verslun varðar þá má finna allar helstu búðir í Stokkhólmi. Ég eyði góðum tíma í NK sem er á Hamngatan. Þar er hægt að þræða hverja hæðina á fætur annarri og setjast niður á kaffihúsin inn á milli. Í kjallaranum er matvörubúð sem ég kem alltaf við í. Síðan fer ég yfir á Biblioteksgatan þar sem m.a. Cos, And other stories og Sephora eru. Þar á eftir fer ég í Sturegallerian þar sem m.a. Massimo Dutti er að finna. Lagerhaus er við hliðina á Sturegallerian, þar má finna ýmislegt skemmtilegt fyrir heimilið. Uppáhalds búðin mín er síðan Svenskt tenn. Þangað fer ég alltaf og kem aldrei tómhent út. Í miðbænum eru einnig Gallerian og Mood  (ég er hrifnari af Mood). Södermalm er skemmtilegt hverfi sem gaman er að rölta um og fyrir þá sem vilja komast í góða verslunarmiðstöð þá er Mall of Scandinavia málið. Lestin fer beint úr miðbænum og stoppar þar beint fyrir utan.

Stokkhólmur

Ég fer sjaldan á söfn en Moderna museet og Fotografiska museet eru bæði í göngufæri við miðbæinn og á báðum stöðum er hægt að gera góð kaup í gjafaverslunum (það er t.d. gott úrval af plakötum á Fotografiska). Eins er Vasasafnið skemmtilegt og ef börn eru með í för þá eru Junibacken og Skansen ómissandi. Eins er Gröna Lund tívolígarðurinn skemmtilegur. Á vorin er fallegt að sjá kirsuberjatréin í blóma í Kungsträdgården og Humlegården stendur alltaf fyrir sínu á hlýrri dögum. Allt er þetta í göngufæri við miðbæinn.

 

HAGKAUP

París

París

Þeir sem fylgja mér á Instagram hafa kannski séð að ég fór í smá frí til Parísar. Þegar ég var í Kaupmannahöfn í ágúst kom Hannes mér á óvart og sendi mér mynd af tveimur flugmiðum til Parísar. Hann var þá búinn að bóka 5 daga ferð fyrir okkur og það sem ég hef beðið spennt síðan þá. Ég hef legið yfir veitingastöðum og við vorum búin að bóka borð fyrir öll kvöldin áður en við fórum út. Þar sem ég veit að margir voru ánægðir með veitingastaðaábendingarnar frá Kaupmannahafnarferðinni ætla ég að taka aftur saman lista yfir þá veitingastaði sem við borðuðum á og vorum ánægð með.

ParísParís

Við flugum með morgunflugi til Parísar eftir aðeins tveggja tíma svefn og vorum því ekki líkleg til stórverka fyrsta daginn. Eftir að hafa komið okkur fyrir á hótelinu fengum við okkur göngutúr og settumst inn á eitt elsta kaffihús Parísar, Cafe de Flora. Þar er gaman að sitja og fylgjast með mannlífinu, fá sér hvítvín og pipraðar kartöfluflögur.

ParísParís

Um kvöldið áttum við bókað borð á Brasserie LIPP, sem er kannski þekktastur fyrir nautasteikina og bernasie sósuna sína, sem og að Hemmingway var fastagestur þar. Við fengum okkur naut og bernaise sem var alveg hreint ólýsanlega gott. Sjarmerandi staður og góður matur.

ParísParísParís

Í hádeginu daginn eftir áttum við bókað borð á L´Avenue. Þar hefði ég getað eytt öllum deginum! Við fengum okkur hvítvín, snigla og reyktan lax með blinis, brjálæðislega gott. Þarna er hægt að sitja endalaust og fylgjast með fólkinu í kring. Þú gætir jafnvel rekist á stjörnur á borð við Rihanna, Justin Bieber, Kim Kardashian og Kanye West.

ParísParísParísParís

Um kvöldið borðuðum við á Hotel Costes. Maturinn var æðislegur og umhverfið ekki síðra. Tælenskar vorrúllur í forrétt, humar og nautakjöt í aðalrétt og marangebomba og sorbet í eftirrétt. Kampavín í fordrykk og hvítvín með matnum. Fólkið á næsta borði var skemmtilegt og bauð okkur upp á freyðivín og skál eftir matinn. Frábært kvöld í alla staði.

ParísParísParísParís

Við byrjuðum laugardaginn á morgunverði á Buvette, en staðurinn er einnig í New York. Við pöntuðum okkur croque monsieur sem var mjög gott, en ég horfði girndaraugum á avókadóbrauðið og vöfflupönnukökuna með beikoni og hlynsýrópi sem fólkið á næsta borði fékk sér. Það mun ég panta næst.

ParísParís

Eftir að hafa rölt um stræti Parísar settumst við aftur inn á Hotel Costes, í þetta sinn á barinn. Mojito og franskar er kannski ekki hefðbundið snarl en rann vel niður. Notalegur bar með svoooo þægilegum sætum, kannski af því að þreytan var farin að segja til sín…

ParísParísParísParísParísParísParís

Pershing Hall varð fyrir valinu um kvöldið og gaf Hotel Costes ekkert eftir. Míníborgarar með stökku andarkjöti og tælensku salati í forrétt, angus naut í teriyaki og kartöflumús fyrir Hannes og pad thai með humri fyrir mig í aðalrétt og í eftirrétt deildum við súkkulaðikökusneið. Bellini í fordrykk og hvítvín með matnum. Dásamlegt í alla staði!

ParísParís

Sunnudagurinn hófst á Le Pain Quotidien, þar sem allt er lífrænt ræktað og gott. Ég fékk mér avokadóbrauð og súkkulaðicrossant en Hannes eggjaköku með sveppum og salat. Frábær byrjun á deginum.

ParísParísParísParísParís

Um kvöldið fórum við á Ralph Laurent veitingastaðinn, Ralph´s. Þar fengum við okkur hamborgara og rauðvín í æðislega fallegu umhverfi og eftirrétta þrennu sem setti punktinn yfir i-ið. Þessi veitingastaður kom einna mest á óvart, svo dásamlega fallegur og sjarmerandi.

ParísParís

Á mánudagskvöldinu vorum við búin að bóka borð á Chez George. Staðurinn var í uppáhaldi hjá Juliu Child þegar hún bjó í París og hefur haldist óbreyttur í útliti síðan þá. Bon Appetit setur Chez George á lista yfir “ 5 must visit“ veitingastaði í París og lýsir staðnum sem einn af best varðveittustu bistróstöðum borgarinnar. Staðurinn er alltaf þétt setinn og eftir að hafa hlustað á fólkið á næsta borði dásama matinn sinn gat ég ekki setið á mér og spurði hvað þau höfðu pantað. Þau sögðust þá hafa pantað það sama og fólkið á næsta borði því þau höfðu að hrósað réttinum í bak og fyrir, nautafilé í sinneps rjóma og koníakssósu. Rétturinn er víst sá vinsælasti á staðnum og var meiriháttar góður. Eftirrétturinn var ekki síðri, baðaður upp úr súkkulaðisósu.

ParísParís

Á milli þess sem við röltum um stræti Parísar settumst við reglulega niður í drykk og hressingu. Við fórum á Ladurée sem væri synd að láta framhjá sér fara. Bæði fórum við á kaffihúsið og fengum okkur ostaköku og heitt súkkulaði/kaffi og á barinn í makkarónur og freyðivín. Sjarmerandi staðir og dásamlegir í alla staði.

París

Það má ekki fara til Parísar án þess að setjast inn á gott Creperie. Ég var ekki með neinn valkvíða þar, crepes með súkkulaðisósu húsins, por favor! Sjúklega gott.

París

París

Síðan rann einn og annar drykkur niður á milli búða og óhætt að segja að það væsti ekki um okkur.

ParisParisParis

Hótelið sem við gistum á heitir Le Cinq Codet. Ég hef varla sofið í betra rúmi og mig langaði mest til að taka rúmið, sængina og koddana með mér heim. Síðan þótti mér notalegt að það var komið með súkkulaði á hverju kvöldi upp á herbergi til okkar og á hverjum degi fengum við hreina sloppa og inniskó. Það má vel venjast slíku, sérstaklega kvöldsúkkulaðinu…

HAGKAUP

 

Uppáhalds kartöflugratínið

Uppáhalds kartöflugratíniðÉg eyddi langri helgi í bústað við Hreðavatn í dásemdar veðri og kom gjörsamlega endurnærð heim. Við gerðum lítið annað en að fara í göngur, slappa af í pottinum og borða. Ostar, rauðvín, hráskinka, pekanhjúpuð ostakúla (eru þið ekki örugglega búin að prófa hana? Ég býð upp á hana við hvert tækifæri sem gefst!), kaffiformkaka með súkkulaði, brauðið góða (gömul uppáhaldsuppskrift), heilgrillað lambalæri, bernaise sósa og alveg hreint æðislega gott kaftöflugratín var meðal þess sem stóð á borðum hjá okkur yfir helgina. Uppskriftin af kartöflugratíninu er sú sem ég nota orðið í hvert einasta skipti sem ég geri kartöflugratín og vekur alltaf lukku.

Uppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratíniðUppáhalds kartöflugratínið

Kartöflugratín (Uppskrift úr The Pioneer Woman Cooks, Food From my Frontier)

 • ca 1 kg kartöflur
 • 2 msk mjúkt smjör
 • 1/4 bolli nýmjólk
 • 1 ½ bolli rjómi
 • 2 msk hveiti
 • 3 hvítlauksrif
 • 1 tsk salt
 • pipar úr kvörn
 • 1 bolli rifinn cheddar ostur
 • 2 vorlaukar, bara hvíti og ljósgræni hlutinn

Hitið ofninn í 200° og smyrjið eldfast mót með smjöri. Skerið kartöflurnar í teninga og setjið í smurt eldfasta mótið.  Blandið saman mjólk og rjóma í skál og bætið hveiti, pressuðum hvítlauk, salti og pipar saman við. Hrærið vel saman þar til blandan er kekkjalaus. Hellið rjómablöndunni yfir kartöflurnar og setjið álpappír yfir. Bakið í 30 mínútur, takið þá álpappírinn yfir og bakið áfram í 20 mínútur til viðbótar. Undir lokin er rifinn cheddarostur settur yfir og látinn bráðna síðustu mínúturnar í ofninum. Stráið þunnt skornum vorlauk yfir og berið fram heitt.

Uppáhalds kartöflugratínið

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

Kaupmannahöfn!

Kaupmannahöfn!

Þá er verslunarmannahelgin að baki og sumarið farið að styttast í annan endann. Í fyrra fórum við með krakkana á þjóðhátíð um verslunarmannahelgina en í ár eyddi ég helginni í Kaupmannahöfn með mömmu, bróður mínum og systur minni sem býr í þar. Ferðina fórum við í tilefni af sjötugsafmælis mömmu sem við fögnuðum sem aldrei fyrr. Myndin að ofan er tekin á sjálfum afmælisdeginum sem við hófum í bröns á Hilton. Systurdóttir mín hafði tekið með sér fínustu kórónuna fyrir ömmu sína, það dugar auðvitað ekkert minna þegar fagnað er stórafmælum! Myndirnar hér að neðan eru hins vegar frá morgunverðinum deginum áður sem við borðuðum á heilsustaðnum 42raw.

Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!

Við borðuðum svo góðan mat í ferðinni að ég var stöðugt pakksödd í fjóra daga. Mér datt í hug að það gæti verið snjallt deila þeim góðu veitingastöðum sem við fórum á, ef ske kynni að einhver væri á leið til Köben og vantar hugmyndir. Það er auðvitað hafsjór af góðum veitingastöðum í Kaupmannahöfn en ég má til með að benda á æðislegan stað sem ég hafði ekki farið á áður,  Sticks´n´sushi á Tivoli Hotel. Æðislegur matur, góðir kokteilar og stórkostlegt útsýni! Bókið borð og mætið tímalega því það er ekki annað hægt en að hefja kvöldið á fordrykk í rólunum bak við barinn, með útsýni yfir Kaupmannahöfn.

Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!

Cafe Viktor er annar staður sem ég má til með að mæla með. Dásamlega fallegt umhverfi og góður matur. Ef heppnin er með þér gætir þú rekist á kóngafólkið eða, eins og í okkar tilfelli, haft Ole Henriksen á næsta borði.

Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!

Það kann að hljóma óspennandi að fara í bröns á Kastrup en eftir að hafa heyrt að Hilton hótelið þar hefði verið valinn besti brönsstaður Kaupmannahafnar hoppuðum við upp í Uber og létum slag standa.  Við sáum ekki eftir því og enduðum á að sitja þar í fleiri tíma og njóta alls þess góða sem staðurinn hafði upp á að bjóða.

Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!

Að lokum má ég til með að benda á Skagen Fiskerestaurant á Illum Rooftop þar sem við fengum æðislegan mat. Rauðsprettan var klikkgóð og fish´n chips með því besta sem við höfum smakkað. Upplagt að gera hlé á búðarröltinu og fá sér góðan hádegisverð þar.

image image

Á milli þess sem við borðuðum nutum við þess að rölta um Kaupmannahöfn og knúsa systurbörnin mín sem við sjáum allt of sjaldan.

Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!Kaupmannahöfn!

Yndisleg ferð sem við munum seint gleyma.

HAGKAUP

 

Spánarfrí

Spánarfrí

Þeir sem fylgja mér á Instagram hafa kannski áttað sig á að ég búin að vera í sumarfríi á Spáni undanfarnar tvær vikur, sem útskýrir fjarveruna hér á blogginu. Eins og oft fyrir frí íhugaði ég að taka tölvuna með mér og blogga úr fríinu en komst líkt og áður að þeirri niðurstöðu að það hefur eflaust enginn áhuga á daglegum uppfærslum af sumarfrísflandri mínu nema elsku mamma mín.

Spánarfrí

Við vorum síðast á Spáni í haust og hefðum því eflaust valið annan áfangastað í ár en ferðin núna kom til vegna keppnisferðar strákanna okkar með 4. flokki Breiðabliks til Spánar. Við ákváðum að framlengja ferðinni og tvískiptum henni, eins og við gerðum sl. haust. Þá vorum við fyrri vikuna í Alicante og þá seinni í Calpe. Núna var fyrri vikan fyrirfram ákveðin þar sem strákarnir voru að keppa á Barcelona cup. Mótið var þó ekki í Barcelona heldur í strandbænum Salou. Dagarnir í Salou snérust aðallega um að fylgjast með leikjunum hjá strákunum en einn daginn sem þeir voru ekki að keppa stungum við af og keyrðum til Sitges, sem er yndislegur standbær sem vert er að heimsækja ef þið eruð á þessum slóðum.

SpánarfríSpánarfrí

Það gekk á ýmsu fyrstu dagana. Gunnar náði að slasa sig í fyrsta leiknum og endaði í gipsi. Hann fékk fyrirmæli frá lækninum um að taka því rólega og var settur í fótboltabann í tvær vikur. Hann lét það sem vind um eyru þjóta og spilaði leik strax morguninn eftir. Hann missti því bara af leiknum sem var spilaður á meðan hann var á spítalanum. Maður fer víst ekki í keppnisferð til Spánar til að sitja á bekknum.

SpánarfríSpánarfríSpánarfrí

Jakob gleymdi keppnistreyjunni sinni á hótelinu einn morguninn en það vildi svo heppilega til að hann var með grænu ferðatreyjuna með sér. Það var því hægt að bjarga málunum með hvítu teypi. Það hefði verið einfaldara ef hann væri númer 11 en allt gekk þetta að lokum.

SpánarfríEftir viku í Salou keyrðum við til Benidorm, með viðkomu í Valencia. Í hreinskilni sagt var ég mjög tvístígandi með þá ákvörðun þar sem það var ekki laust við að Benidormfordómar blunduðu í mér, en ég var fljót að skipta um skoðun eftir að við komum þangað. Hótelið okkar var staðsett á ströndinni og var með bílageymslu þannig að það var aldrei vandamál að leggja bílnum. Útsýnið okkar var stórkostlegt og ég fékk ekki nóg af að sitja á svölunum og horfa yfir ströndina. Við fórum í Carrefour og keyptum baguette, osta, ólíkar tegundir af hráskinkum, melónur, kirsuber, köku og hvítvín sem við höfðum sem kvöldsnarl á svölunum okkar. Ég gat setið endalaust yfir því!

Spánarfrí

Benidorm er nokkuð vel staðsett og það er t.d. stutt yfir til Villa Joiosa, Altea, Albir og Alicante. Fyrir utan að vera með bíl þá leigðum við okkur hjól í viku og hjóluðum til Albir og Altea..

SpánarfríSpánarfríSpánarfrí

Við eyddum kannski minnstum tíma á Benidorm þar sem við ferðuðumst mikið um nærsveitir. Það var löngu ákveðið að taka dag í Alicante til að versla og borða á uppáhalds tælenska staðnum okkar þar, Thai Corner. Eins er ekki hægt að fara til Alicante án þess að fá sér tapas á besta tapasstað bæjarins, Cerveceria Sento. Við vorum heppin að vera þar um miðjan dag því staðurinn er pínulítill og á kvöldin er hann bæði þétt setinn og margmenni stendur fyrir utan með diskana, því bara örfáir komast að inni við barborðin.

SpánarfríSpánarfríSpánarfríSpánarfrí

Það er alltaf stutt í glensið.

SpánarfríSpánarfrí

Það væri synd að fara á þessar slóðir án þess að heimsækja gamla bæinn í Altea. Steinlagðar þröngar götur frá 17. öld með yndislegum litlum veitingahúsum heilla mig upp úr skónum. Við fórum tvisvar þangað og enduðum síðasta kvöldið okkar þar í tapas.

SpánarfríSpánarfríSpánarfrí

Það var saumaklúbbur í húsi númer 43. Sá sætasti sem ég hef séð.

Spánarfrí

Ströndin í Altea er líka falleg. Við vorum þar seinni part dags þegar flestir voru farnir. Lúxus.

SpánarfríSpánarfríSpánarfríSpánarfrí

Við hjóluðum yfir á ströndina í Albir. Þar gafst Gunnar upp á gipsinu, reif það af sér og óð svo beint út í sjó. Ég skildi það vel, við vorum við búin að vera að hjóla í 36° hita og vorum því að kafna úr hita og síðan var kominn sandur undir það.

SpánarfríSpánarfrí

Villa Joiosa er sjarmerandi bær og gaman að ganga þar um gamla bæinn. Á meðan Altea skartar bara hvítum húsum er litagleðin alsráðandi í Villa Joiosa. Það er svo fallegt að ganga um þröngar göturnar í gamla bænum og dást að fallegu litlu hurðunum inn í húsakynnin.

Spánarfrí

Að lokum má ég til með að benda þeim sem eiga leið á þessar slóðir á Les fonts de l´Algar, sem er í tæplega 30 mínútna akstursfjarlægð frá Benidorm/Albir. Þar er hægt að synda í náttúrulaugum, fossum og gjám. Skemmtilegt fyrir alla!

SpánarfríSpánarfríSpánarfrí

Ég veit að það er næstum eins agalegt og að blóta í kirkju að óska eftir rigningu svona um mitt sumar en eftir 2 vikur í vel yfir 30° hita get ég ekki að því gert. Fersku rigningarlofti myndi ég taka fagnandi! Annað sem ég hlakka alltaf til eftir ferðalög er að komast í eldhúsið mitt og borða heimalagaðan mat. Eins yndisleg og svona frí eru þá er nú samt alltaf gott að koma aftur heim.

HAGKAUP