Vestmannaeyjar og ný krydd frá lækninum í eldhúsinu

Við eyddum helginni í Vestmannaeyjum og ég má til með að deila nokkrum myndum úr ferðinni. Vestmannaeyjar eru dásamlegar að heimsækja og eru mér kannski sérlega kærar þar sem ég er ættuð úr Eyjum. Ég hef þó aldrei búið þar sjálf.

Þegar við komum til Eyja á föstudeginum tóku rigning og rok á móti okkur. Það var því upplagt að keyra beint út á Stórhöfða og leyfa krökkunum að finna hversu hvasst getur orðið þar. Það var varla stætt!

Eins og vill verða um helgar þá var nánast borðað út í eitt. Við grilluðum bæði föstudags- og laugardagskvöld, vorum með bröns á laugardeginum og kaffi og kvöldkaffi báða dagana! Þess á milli var borðaður ís og nammi. Hamingjan hjálpi mér hvað lífið getur verið ljúft.

Laugardagurinn bauð hins vegar upp á sól og blíðu. Við gengum um bæinn, fengum okkur ís, sprönguðum, björguðum ungum sem höfðu fallið úr hreiðri, fórum í sund og gengum á Heimaklett. Það er æðislega gaman að ganga á hann og tekur stuttan tíma (tekur í það heila um klukkutíma með góðu stoppi á toppnum). Stigarnir eru brattir og kannski ekki fyrir lofthrædda en gangan er annars lauflétt. Við mættum þó túristum með þrjú lítil börn í Crocks skóm á leiðinni upp. Mér leist ekkert á það! Eftir matinn fóru krakkarnir aftur að spranga og þegar þau komu heim settust þau niður og spiluðu Fimbulfamb langt fram eftir nóttu. Þau hafa endalaust úthald!

Á sunnudeginum fórum við á Eldheimasafnið og ef einhver lesandi er á leið til Eyja þá mæli ég hiklaust með viðkomu þar. Ég veit ekki hvort það megi taka myndir þar inni en ég sá fólk mynda og smellti þá af þessari einu mynd. Þetta hús var grafið upp og það er magnað að sjá inn í það og heyra lýsingu íbúanna frá nóttinni sem gosið hófst (það fá allir heyrnatól með frásögnum). Safnið er bæði áhrifamikið og áhugavert!

Í lokin má ég til með að segja ykkur að þegar ég kom heim frá Stokkhólmi um daginn beið mín glaðningur frá Ragnari Frey (Læknirinn í eldhúsinu) en hann hafði litið við og skilið eftir handa mér Grillbókina og nýju kryddlínuna frá honum. Grillbókin hefur staðið á óskalistanum hjá mér og ég var því alsæl að eignast hana. Síðan get ég í fullri hreinskilni sagt að kryddin eru himnesk! Við tókum Yfir holt og heiðar með okkur til Eyja og krydduðum lambalundir með því. Lyktin af kryddunum er ólýsanlega góð og gæðin eftir því, enda ekki við öðru að búast frá honum. Ég mæli svo sannarlega með þeim! 

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s