Löng helgi í Stokkhólmi

Við tókum skyndiákvörðun síðasta miðvikudag og bókuðum okkur ferð til Stokkhólms yfir helgina. Við vorum heppin að ná síðasta herberginu á Berns (Haymarket var uppbókað) og fengum stórt og gott herbergi á efstu hæð. Veðrið var æðislegt, sól og yfir 20 gráður langt fram eftir kvöldi. Við nutum til hins ýtrasta!

Þar sem fyrirvarinn var stuttur (innan við sólarhringur!) náði ég ekki að bóka veitingastaði eins og ég er vön að gera en það kom ekki að sök. Við borðuðum æðislegan mat og ég uppgötvaði í leiðinni nýjan stað sem varð strax uppáhalds. Eftir ferðina eru nokkrir staðir sem mig langar að benda á.


Það er ekkert nýtt að ég dásami Sturehof en þangað fer ég í hverri einustu Stokkhólmsferð og panta alltaf það sama, toast skagen og hvítvínsglas. Best í heimi!

Koh Phangan er góður tælenskur staður  með frábærum mat á góðu verði. Við vorum heppin að ná borði uti og sátum frameftir kvöldi yfir matum.

Taverna Brillo er annnar góður staður sem við borðuðum tvisvar á og í bæði skiptin fengum við borð úti í sólinni. Í fyrra skiptið fengum við okkur trufflu mac & cheese sem var æði og í það seinna pizzu með ítalskri skinku, parmesan, ruccola, valhnetum og sítrónu sem var ekki síðri.

Phils burger er vinsæll hamborgarastaður sem er á nokkrum stöðum um Stokkhólm og er með æðislega hamborgara. Ég fékk mér með karamelluseruðum lauki og trufflu majónesi sem var brjálæðislega góður.  Með borgurunum fengum við okkur bæði venjulegar og sætkartöflufranskar, bearnaise og Phil´s dipp sauce. Ég komst varla heim því ég var svo södd.

Síðast en ekki síst er nýjasti uppáhalds veitingastaðurinn, PA&Co. Ég get ekki hætt að hugsa um matinn sem við fengum þar, hann var himneskur! Eftir matinn röltum við yfir á Grand hotel og fengum okkur drykk undir lifandi píanóleik og söngi. Útsýnið frá barnum á Grand hotel er æðislegt og sérstaklega á svona fallegum sumarkvöldum.


Fallegasti kokteill sem ég hef séð fengum við á Hotel Kung Carl. Þar eru þaksvalir sem fáir vita um og virkilega notalegt að sitja þar á sumarkvöldum.


Eftir að hafa rölt borgina þvera og endilanga og gengið vel yfir 20 km á laugardeginum settumst við niður á þaksvölunum á Scandic Continental. Það var 23 gráðu hiti, glampandi sól og æðisleg stemning. Skemmtilegur staður með útsýni yfir borgina.

Ég læt hér við sitja í þetta sinn en hér má lesa fleiri ábendingar varðandi Stokkhólm.

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

2 athugasemdir á “Löng helgi í Stokkhólmi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s