Kjúklingagyros

Þetta var stutt vinnuvika og strax að koma helgi aftur. Gunnar er að keppa annað kvöld og því verður kvöldmaturinn eflaust mexíkósk kjúklingasúpa (já, enn og aftur!) sem ég get útbúið áður en við höldum á völlinn og hitað okkur upp þegar við komum köld heim. Á laugardaginn langar mig hins vegar til að elda kjúklingagyros, því það er jú bara svo gott!

Uppskriftin er einföld og eflaust fá hráefni sem þarf að hlaupa út í búð eftir. Krakkarnir setja kjúklinginn í pítubrauð með sósu og grænmeti en mér þykir líka gott að hafa bara salat með (og síðan stenst ég aldrei franskar kartöflur, sérstaklega ekki ef þær eru djúpsteiktar). Hvíta sósan sem er á myndinni er hvítlaukssósa (ef einhver er að velta því fyrir sér).

Kjúklinga Gyros

Gyros kryddblanda:

  • 2 msk cummin
  • 2 msk paprika
  • 2 msk oregano
  • 1 msk hvítlaukskrydd
  • 1/2 tsk kanil
  • 1/2 tsk salt
  • chillí eftir smekk

Blandið öllu saman.

Kjúklinga gyros:

  • 900 g kjúklingabringur
  • gyroskryddblandan (uppskriftin passar fyrir 900 g af kjúklingi)
  • 1/2 dl ólífuolía
  • safi frá 1/2 sítrónu

Skerið kjúklinginn í strimla og setjið í hreinan plastpoka. Bætið kryddblöndunni, olíu og sítrónusafa saman við. Lokið pokanum og blandið öllu vel saman. Ef þáð gefst tími þá er gott að láta kjúklinginn liggja aðeins í marineringunni (þó ekki nauðsynlegt). Steikið kjúklinginn á heitri pönnu.

Berið fram í pítabrauði með grænmeti og hvítlaukssósu, pítusósu eða tzatziki. Það er líka gott að sleppa brauðinu og bera kjúklinginn fram með góðu salati og jafnvel frönskum kartöflum.

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

2 athugasemdir á “Kjúklingagyros

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s