Ég reyni að eiga alltaf gott millimál sem er auðvelt að grípa í. Ég á til dæmis alltaf hrökkbrauð í skápnum og mér þykir mjög gott að eiga þetta túnfisksalat í ísskápnum. Bæði hef ég tekið það með mér í vinnuna og borðað í hádeginu eða átt það heima í ísskápnum til að fá mér eftir vinnu. Fljótlegt, hollt og gott!
Túnfisksalat með kotasælu
- 1 dós túnfiskur
- 200 g kotasæla
- 1/2 rauðlaukur, hakkaður
- 1 msk kapers
- 2 tsk dijon sinnep
- 2 egg, hökkuð
- salt og pipar
Blandið öllu saman.
Takk fyrir. Átti allt til í réttinn og er þetta ofsa gott.
Hope you have a great day. Inga Wilson
>
Vá, þú varst ekki lengi að þessu! Gaman að heyra 🙂