Baka með sætri kartöflu, spínati og fetaosti

Ég var greinilega ekki með fulle femm þegar ég skrifaði fyrir viku síðan að það væru tveir þriðjudagar eftir af mánuðinum. Mánuðurinn hefur liðið svo hratt að ég var viku á eftir! Í dag er vissulega síðasti þriðjudagur maímánaðar og þar með síðasta græna þriðjudagsfærslan. Í bili alla vega. Ég mun vonandi í framhaldinu vera duglegri í að setja grænmetisuppskriftir hingað inn.

Ég held að það sé óhætt að segja að ég hafi geymt það besta fram í lokin því þessi grænmetisbaka er brjálæðislega góð. Svo góð að ég mun eflaust þreyta fjölskylduna fljótlega með henni eins og ég gerði á sínum tíma með plokkfiskinn. Ég fékk feikna mikið æði fyrir plokkfiski hér um árið og eldaði hann svo oft að á endanum sögðu krakkarnir hingað og ekki lengra. Þau fá enn hroll við tilhugsunina um plokkfisk. Þetta gæti mögulega endurtekið sig með þessa böku því ég fæ ekki nóg af henni. Þið bara verðið að prófa!

Baka með sætri kartöflu, spínati og fetaosti

Botninn

  • 3 dl hveiti
  • 100 g smjör
  • 3 msk vatn

Hitið ofninn í 225°. Blandið hráefninu í botninn saman þannig að það myndi deigklump, fletjið hann út og fyllið út í bökumót (líka hægt að nota venjulegt kökuform). Forbakið í ca 10 mínútur.

Fylling:

  • 1 sæt kartafla (meðalstór)
  • krydd eftir smekk (ég var með Best á allt, Ítalska hvítlauksblöndu, salt og pipar)
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 2 handfylli af spínati
  • 2 msk balsamik edik
  • 2 egg
  • 2 dl mjólk
  • 150 g fetakubbur, mulinn í bita
  • handfylli af cashew hnetum

Skerið sætu kartöfluna í teninga, veltið upp úr ólífuolíu og kryddið. Bakið við 180° í 20 mínútur.

Hakkið lauk og hvítlauk. Hitið pönnu yfir miðlungsháum hita, bræðið smjör á pönnunni og bætið svo lauk og hvítlauk á hana. Steikið þar til mjúkt. Bætið spínati á pönnuna og steikið áfram í um 2 mínútur. Bætið þá balsamik ediki saman við og kryddið með salti og pipar. Steikið allt saman í um 2 mínútur, takið svo af hitanum og látið standa aðeins.

Hrærið saman mjólk og egg.

Setjið helminginn af sætu kartöflunum í botnin á bökubotninn. Setjið lauk- og spínatblönduna, fetaost og cashew hneturnar yfir. Ef það er pláss, stingið þá fleiri sætum kartöflum í bökuna (ef það verður afgangur þá er um að gera að geyma restina t.d. út á salat eða til að eiga sem meðlæti). Hellið eggjablöndunni yfir. Bakið í 35-40 mínútur við 180°. Ef bakan fer að dökkna þá er gott að setja álpappír yfir hana.

Berið fram með góðu salati.

 

SaveSave

7 athugasemdir á “Baka með sætri kartöflu, spínati og fetaosti

    1. Sæl Klara og takk fyrir kveðjuna. Ég bæti þeim í ef það er pláss í bökuskelinni, annars geymi ég þær og nota sem meðlæti, Er búin að laga uppskriftina og skýra þetta betur þar 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s