Föstudagur

Mikið var ljúft að fá tvo föstudaga í einni og sömu vikunni. Á miðvikudagskvöldinu (sem var hálfgert föstudagskvöld þar sem það var frídagur daginn eftir) var ég sofnuð fyrir ellefu en er öllu brattari í kvöld. Við erum búin að borða mexíkóska kjúklingasúpu (í milljónasta skipti, en hver að telja!) og ætlum að eiga rólegt kvöld yfir sjónvarpinu. Vinsælasta sjónvarpssnarlið er Nutellaídýfan, ég hef þegar sett uppskriftina hingað inn en hún er bara svo góð að hún þolir vel að birstast aftur!

Nutellaídýfa – uppskrift frá Mitt Kök

  • 2,25 dl rjómi
  • 2,25 dl rjómaostur (ég var með frá Philadelphia)
  • 1,5 – 2 dl Nutella
  • 3 msk flórsykur

Þeytið rjómann loftkenndan og léttann. Setjið rjómaost og flórsykur í aðra skál og hrærið saman. Hrærið Nutella saman við rjómaostinn. Hrærið að lokum þeytta rjómanum varlega saman við.

Setjið í skál og berið fram með ávöxtum, berjum og/eða banana.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s