Ég hef varla farið á fætur alla helgina heldur höfum við bara haft það svo notalegt hér heima að það hálfa væri nóg. Borðuðum nammi og gerðum eðlu bæði föstudags- og laugardagskvöld og horfðum á tvær myndir sem voru báðar góðar, I Tonya og The Big Sick (báðar á leigunni/vodinu… eða hvað þetta nú heitir). Núna er ég hins vegar klædd og að bíða eftir að strákarnir verða tilbúnir því við þurfum að útrétta í dag. Gunnari vantar enskubók, mig vantar snyrtivörur og síðan þarf að versla inn fyrir vikuna. Í kvöld kemur mamma í mat til okkar og við ætlum að horfa á Allir geta dansað. Það verður góður endir á helginni.
Vikumatseðill
Mánudagur: Bessastaðaýsa
Þriðjudagur: Súpergott tacogratín
Miðvikudagur: Kjúklingasúpa með tómötum, karrý og epli
Fimmtudagur: Ofnbökuð svínalund með sinnepssveppasósu
Föstudagur: Kjúklingagyros
Með helgarkaffinu: Mjúkir og loftkenndir snúðar