Extra mjúkir og loftkenndir kanilsnúðar

Extra mjúkir og loftkenndir kanilsnúðarMér þykja nýbakaðir sænskir kanilsnúðar ómótstæðilega góðir. Því miður gef ég mér sjaldan tíma til að baka þá en þegar ég geri það passa ég mig á að baka stóra uppskrift og fylla frystinn í leiðinni. Það er nefnilega upplagt að frysta kanilsnúða og best þykir mér að frysta þá á meðan þeir eru enn volgir. Síðan þegar gesti ber að garði, eða löngunin kemur yfir mann, þá er bara að kippa snúðum út, afþýða í 2-3 mínútur (eftir fjölda snúða) í örbylgjuofninum og snúðarnir verða eins og nýbakaðir.

Extra mjúkir og loftkenndir kanilsnúðar

Eftir að ég bakaði þessa snúða um daginn hef ég fengið daglegar símhringingar í vinnuna frá krökkunum þar sem þau spyrja hvort þau megi hita sér snúð. Það getur enginn staðist þá hér heima og við verðum líklegast ekki róleg fyrr en snúðarnir eru búnir. En það er líka í fínu lagi því þeir voru bakaðir til að njóta og það er óneitanlega notalegt að setjast niður á kvöldin með mjólkurglas og heitan snúð. Eða að hita súkkulaði og snúða í kaffitímanum. Svo brjálæðislega gott!

Extra mjúkir og loftkenndir kanilsnúðar

  • 1 pakki þurrger
  • 200 g smjör
  • 6 dl mjólk
  • 2 egg
  • 2½ dl sykur
  • 2½ tsk salt
  • 22-24 dl hveiti

Bræðið smjörið í potti og bætið mjólkinni saman við. Hitið í um 37°. Blandið öllum hráefnum saman og vinnið saman í deig (ef þið notið hrærivél látið hana þá vinna deigið í 10 mínútur, ef þið hnoðið í höndunum þá a.m.k. 10 mínútur). Látið deigið hefast undir viskastykki í 30 mínútur.

Fylling:

  • 200 g smjör við stofuhita
  • 2 dl sykur
  • 4 msk kanill

Á meðan deigið hefast er hráefnum í fyllinguna hrært saman.

Skiptið deiginu í tvennt og fletjið hvorn hluta út í aflanga köku (þannig að deigið verði í laginu eins og skúffukaka). Smyrjið fyllingunni yfir og brjótið deigið saman eftir langhliðinni. Skerið í 4-5 cm strimla og skerið síðan upp í hvern strimil þannig að hann líti út eins og buxur. Snúið „buxnaskálmunum“ og vefjið síðan í snúð þannig að endarnir fari undir snúðinn (það má líka einfaldlega rúlla deiginu upp og skera í sneiðar). Setjið á ofnplötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír. Látið nú snúðana hefast í köldum bakaraofni með pott með sjóðandi vatni undir, í 60-90 mínútur. Penslið snúðana með eggi og stráið perlusykri yfir. Bakið við 225° í 8-10 mínútur.

Extra mjúkir og loftkenndir kanilsnúðarExtra mjúkir og loftkenndir kanilsnúðar

 

 

5 athugasemdir á “Extra mjúkir og loftkenndir kanilsnúðar

  1. Hei.

    Hvað eru þetta margir snúðar. Þú segir skipta deiginu í tvennt og deila því í 4-5 buxur. Það gera þá bara 10 snúða. Það passar nú ekki með svona stórt deig. Takk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s