Vikumatseðill

Vikumatseðill

Pinterest síða Ljúfmetis hefur fengið litla ást og umhyggju frá mér undanfarin misseri. Það bara fór þannig alveg óvart, eins og ég hafi gleymt henni. Í vikunni bætti ég upp fyrir sinnuleysið þegar ég sat heilt kvöld, fór yfir allar bloggfærslur þrjú ár aftur í tímann og flutti uppskriftirnar yfir. Núna ættu því flest allar uppskriftirnar að finnast á Pinterest síðunni.

Vikumatseðill

Á meðan ég sat yfir þessu og fletti í gegnum hverja bloggfærslunna á fætur annarri varð ég svo glöð yfir að eiga svona mikið af minningum skrásettar. Myndir frá ferðalögum, sögur af hversdagsleikanum og prjónaverkefni eru fáein dæmi. Og að því sögðu má ég til með að setja inn nýjasta prjónaverkefnið sem var sængurgjöf til sonar vinkonu minnar, húfa (uppskriftin er hér) og sokkar. Prjónaandinn virðist helst koma yfir mig á þessum árstíma og nú er ég komin með nýtt verkefni á prjónana, lopapeysu sem Malín bað mig að prjóna handa sér. Ég hef svo gaman af þessu að ég fór í gær og keypti uppskrift að annarri peysu, sem ég ætla að prjóna handa mér. Nú er bara að sjá hvenær ég næ að klára þetta allt.

Vikumatseðill

Mexíkófiskur

Mánudagur: Mexíkófiskur

Parmesanbuff í rjómasósu

Þriðjudagur: Parmesanbuff í rjómasósu

Mögulega besta tómatsúpa í heimi!

Miðvikudagur: Mögulega besta tómatsúpa í heimi

Pylsupottréttur

Fimmtudagur: Pylsupottréttur með beikoni og sweet chili rjómasósu

Steiktar quesadillas með kjúklingi

Föstudagur: Steiktar quesadillas með kjúklingi

Extra mjúkir og loftkenndir kanilsnúðar

Með helgarkaffinu: Extra mjúkir kanilsnúðar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s