Heilgrillaður kjúklingur og parmesanfranskar

Heilgrillaður kjúklingur og parmesanfranskar

Þó að haustið sé handan við hornið er enn heilmikið eftir af grilltímabilinu. Ég keypti mér fyrir nokkrum árum grillstand fyrir kjúkling eftir að hafa ítrekað heyrt vinnufélaga mína dásama honum. Ég veit ekki hversu oft við höfum skellt kjúklingi á standinn þegar okkur langar í eitthvað gott en nennum ekki að hafa mikið fyrir matnum og óhætt að segja að þetta reyndust góð kaup. Á miðjum standinum er skál sem settur er bjór í (sem sér til þess að kjúklingurinn verður ekki þurr), kryddaður kjúklingur er settur ofan á skálina og að lokum er tappi settur í hálsopið. Herlegheitin eru síðan sett á lokað grill í um klukkustund. Það þarf ekkert að hugsa um kjúklinginn á meðan hann grillast og það bregst ekki að hann verður mjúkur og dásamlega góður í hvert einasta skipti! Ég mæli með þessu.

Heilgrillaður kjúklingur og parmesanfranskar

Við borðum grillaða kjúklinginn ansi oft eins og hér á myndunum, þ.e. sem hálfgerðan skyndibita með djúpsteiktum frönskum, hrásalati og piparostasósu. Ég fæ aldrei leið á þessu. Hér breyttum við út af vananum og höfðum parmesanfranskar með kjúklingnum. Franskarnar eru djúpsteiktar og um leið og þær koma upp úr pottinum eru þær saltaðar og velt upp úr fínrifnum parmesanosti (þessi sem maður kaupir tilbúinn rifinn). Hristið vel saman og stráið smá meiri parmesanosti yfir þegar hann byrjar að bráðna. Passar vel með öllum grillmat!

Heilgrillaður kjúklingur og parmesanfranskar

7 athugasemdir á “Heilgrillaður kjúklingur og parmesanfranskar

    1. 1 piparostur, lítill peli rjómi (2,5 dl), 1/2 – 1 kjúklingateningur og smá cayenne pipar. Þynna með mjólk ef þarf. Klikkgott og passar með öllu! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s