Dumlekökur í ofnskúffu

Dumlekökur í ofnskúffu

Hér áður fyrr, þegar börnin voru yngri, gat ágústmánuður oft verið svolítið snúin. Þá var sumarfríið oft búið hjá okkur foreldrunum en skólinn ekki byrjaður og málin voru leyst með því að skrá börnin á sumarnámskeið. Í dag er þetta liðin saga og börnin orðin svo stór að í ár voru þau í fyrsta sinn öll í sumarvinnu.  Það sem mér þykir ekki minna merkilegt er að í fyrsta sinn á ævinni kom sú staða upp að ég hef nánast verið ein heima í heila viku! Ég man varla eftir að hafa nokkurn tímann verið ein heima í sólarhring þannig að þetta eru svo sannarlega viðbrigði. Í fyrstu hugsaði ég með mér að það væri nú ágætt að þurfa ekki að hugsa um neinn nema sjálfa mig en þetta fer að verða gott. Á morgun kemur Malín heim (eftir tveggja vikna flakk um Stokkhólm og Wales) og ég get ekki beðið!

Dumlekökur í ofnskúffu

Í vikunni hef ég komið ýmsu í verk og þegar ég var að renna yfir myndirnar í tölvunni í gærkvöldi þá rakst ég á þessar af Dumle kökum sem ég bakaði fyrr í sumar. Þær voru æðislegar og áttu auðvitað að vera fyrir löngu komnar inn á bloggið. Það hentar jú sjaldan jafn vel að eiga góðgæti með kaffinu en þegar allir eru heima í sumarfríi! Þessi uppskrift er stór og gefur um 50 kökur sem hægt er að frysta og taka út eftir þörfum. Ég mæli þó með að þeim sé komið strax í frystinn því annars eiga þær eftir að klárast upp til agna áður en þú veist af. Þar tala ég af reynslu!

Dumlekökur í ofnskúffu

Dumlekökur (uppskriftin gefur um 50 kökur)

  • 300 g smjör, við stofuhita
  • 3 dl sykur
  • 2 msk vanillusykur
  • 3 tsk lyftiduft
  • 3 mak sýróp
  • 7,5 dl hveiti
  • 2 pokar Dumle karamellur (samtals 240 g), hakkaðar

Hitið ofninn í 175° og klæðið ofnskúffu með bökunarpappír. Hnoðið öll hráefnin, fyrir utan Dumle karamellurnar, saman í deig og þrýstið því í ofnskúffuna þannig að það verði jafn þykkt og fylli út í hana. Stráið hökkuðum Dumle karamellum yfir. Bakið 10-12 mínútur, þar til kanntarnir hafa fengið gylltan lit. Látið kólna og skerið síðan í bita.

Dumlekökur í ofnskúffu

5 athugasemdir á “Dumlekökur í ofnskúffu

  1. Æðislegir bitar 😊
    Fjölskyldan þvílíkt ánægð með þá og fór líka með þá í vinnuna þar sem þeir vöktu mikla lukku

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s