Vikumatseðill

Þá er annar í aðventu runninn upp og í dag ætla ég að halda í hefðina og vera með aðventukaffi. Nýsteiktar eplaskífur með flórsykri, rjóma og sultu bornar fram með heitu súkkulaði (uppskrift af besta heita súkkulaðinu finnur þú hér) er orðin okkar kærasta aðventuhefð og tilhlökkunin hefst strax á haustin.

Til að halda í aðra hefð kemur hér tillaga að vikumatseðli fyrir komandi viku. Ef það er einhvern tímann gott að vera skipulagður í matarinnkaupum og gera stórinnkaup fyrir vikuna þá er það í desemberamstrinu, þegar það er svo margt skemmtilegra á dagskránni en að ráfa andlaus um búðina eftir vinnu.

Vikumatseðill

Mánudagur: Smjörsteiktur þorskur

Þriðjudagur: Hakkabuff með karamelluseruðum lauki og rjómasósu

Miðvikudagur: Grænmetisbaka með piparosti

Fimmtudagur: Kjúklingur í ostrusósu

Föstudagur: Tortillakaka

Með helgarkaffinu: Dumlekökur í ofnskúffu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s