Heitt súkkulaði

Heitt súkkulaðiÉg elska heitt súkkulaði með rjóma og sérstaklega yfir vetrartímann. Það hlýtur að vera notalegasti drykkur sem til er! Eftir útiveru eða með vöfflukaffinu, heitt súkkulaði með rjóma er alltaf jafn dásamlega gott.

Heitt súkkulaði

Það hefur tekið mig rúmt ár að setja þessa uppskrift hingað inn og ég er ekki að grínast með það. Ég hef enga skýringu á hvers vegna það tók þennan fráleita tíma en get í fullri hreinskilni sagt að þetta er besta heita súkkulaði sem ég veit um. Ég skrifaði uppskriftina í glósubók á sínum tíma og hef passað bókina eins og gull síðan þá, eingögnu út af þessari uppskrift. Það er því löngu tímabært að birta uppskriftina hér og leyfa fleirum að njóta dásemdinnar, áður en veturinn líður undir lok.

Uppskriftin miðast við fyrir einn og ber að margfalda eftir fjölda gesta. Hún er þó drjúg og fyrir 4 dugar að gera þrefalda uppskrift.

Heitt súkkulaði (uppskrift fyrir 1)

  • 3 dl nýmjólk
  • 1 msk kakómalt (t.d. Nesquick)
  • 1 ½ msk flórsykur
  • smá salt
  • 4 bitar suðusúkkulaði (4 molar af suðusúkkulaðiplötu)

Setjið allt í pott og hitið að suðu. Hellið í bolla og setjið vel af þeyttum rjóma og súkkulaðispæni yfir.

 

5 athugasemdir á “Heitt súkkulaði

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s