Þykk og góð mexíkósk kjúklingasúpa

Mexíkósk kjúklingasúpaVið tókum okkur smá frí frá hversdagsleikanum þegar keyrðum norður á Akureyri síðasta miðvikudag og dvöldum norðan heiða það sem eftir var af vikunni. Við komum heim aðfaranótt mánudags, eftir 9 klukkustunda akstur sem endaði í bílalest yfir Laxárdalsheiði og Heydal í óveðri. Það ævintýri náði þó ekki að skyggja á yndislega ferð og þó að allir hafi verið orðnir vel þreyttir þegar við komumst heim klukkan hálf fjögur um nóttina vorum við endurnærð. Fyrir norðan náðum við að skíða bæði á Dalvík og í Hlíðarfjalli, fara þrisvar sinnum út að borða, í sund, á kaffihús, spila… já, gera allt það sem tilheyrir svona fríum og gerir lífið svo skemmtilegt.

Mexíkósk kjúklingasúpa

Eins yndislegt og það er að fara í frí þá mun ég þó seint vanmeta hversdagsleikann. Hann hefur sko sinn sjarma. Mér þykir ósköp notalegt að dunda mér í eldhúsinu þegar veðrið lætur svona illa og finnst þá sérlega viðeigandi að bjóða upp á heita, matarmikila súpu.  Þessi súpa er matarmikil, þykk og dásamleg. Ég ber hana fram með rifnum osti, sýrðum rjóma, fersku kóriander, avókadó, lime og nachos. Síðan setur hver og einn það í sína súpu sem hann hefur smekk fyrir (ég tek þetta alla leið, húrra öllu ofan í og kreysti lime yfir). Súpergott!

Mexíkósk kjúklingasúpa

Mexíkósk kjúklingasúpa (uppskrift fyrir 5)

  • 500 g kjúklingalundir (ég nota frá Rose Poultry og set jafnvel allan pokann, 700 g)
  • 1 skarlottulaukur
  • 1 rauð paprika
  • 1 líter vatn
  • 1 dós Hunt´s Diced Roasted Garlic (sjá mynd neðst)
  • 2 kjúklingateningar
  • ½ – 1 tsk chili
  • ½ – 1 tsk cumin
  • 1½ tsk paprikukrydd
  • 4 msk tómatpúrra
  • 1 dós philadelphia rjómaostur með sweet chili
  • 1 dl rjómi

Hakkið skarlottulauk og papriku og steikið við vægan hita þar til mjúkt. Takið af pönnunni og leggið til hliðar. Skerið kjúklingalundirnar í bita og steikið í nokkrar mínútur (þarf ekki að fullelda á þessu stigi). Setjið skarlottulauk, papriku, kjúklingalundir, vatn, tómata, kjúklingateninga, chili, cumin, paprikukrydd og tómatpúrru í pott og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Bætið rjómaostinum og rjómanum út í og sjóðið áfram í 5 mínútur.

Mexíkósk kjúklingasúpa

4 athugasemdir á “Þykk og góð mexíkósk kjúklingasúpa

  1. Þessi súpa er rosalega góð, ég er búin að leita lengi af hinni fullkomnu mexíkönsku súpu og hún er fundin 😉 ég leita mikið í þessa súpu af uppskriftum og verð aldrei fyrir vonbrigðum, langaði bara að segja takk fyrir mig 🙂

  2. Rosa góð þessi, en hversu snemma er óhætt að gera súpuna fyrir veislu ?
    Með tveggja daga fyrirvara ? Hm… ?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s