Enn ein vikan að baki og tímabært að plana þá næstu. Vikumatseðill léttir mér lífið svo um munar og mér þykir alltaf jafn góð tilfinning að vita af ísskápnum fullum fyrir vikuna.
Ég vona að vikan verði öllum góð og að veðrið verði til friðs.
Vikumatseðill
Mánudagur: Pönnusteikur þorskur með sætum kartöflubátum og basilikumajónesi
Þriðjudagur: Ofnbökuð eggjakaka með nautahakki
Miðvikudagur: Einfalt pylsupasta
Fimmtudagur: Tælensk núðlusúpa með kjúklingi og sætum kartöflum
Föstudagur: Tacopizzubaka
Með helgarkaffinu: Skúffukaka
Vá, æðislegt Þúsund þakkir fyrir þetta og frábæra heimasíðu 😀
Bestu kveðjur Gerður
>