Páskafríið og sykurbrúnaðar kartöflur

Páskafríið og sykurbrúnaðar kartöflur

Ég vaknaði með flensu á páskadagsmorgun og hef hreinlega bara versnað með hverjum deginum sem líður. Alveg glatað! Ég bind miklar vonir við að þessu fari að snúa og að ég komist til vinnu áður en vikan er öll. Þrátt fyrir veikindin höfum við átt ljúfa daga og svo sem ekki yfir neinu að kvarta. Dagana áður en ég lagðist í rúmið náðum við að fara á skíði, í hellaferð, fara í matarboð og halda matarboð. Það hefur því ekki væst um okkur.

Páskafríið og sykurbrúnaðar kartöflur

Ferðin í Leiðarenda var skemmtileg upplifun og kom mér á óvart hvað hellirinn er fallegur. Ef þið ætlið að fara þá eru hjálmar og höfuðljós nauðsynleg og mjög gott að vera á broddum. Það tekur sinn tíma að fara um hann og upplagt að taka með nesti. Ég bakaði pizzasnúða og hitaði súkkulaði sem við tókum með okkur og borðuðum í hellinum. Ævintýri fyrir alla aldurshópa!

Páskafríið og sykurbrúnaðar kartöflur

Við byrjuðum flesta daga í fríinu á heitu crossant (ég kaupi þau frosin) með skinku, osti og eggjahræru. Við virðumst ekki fá leið á þeirri blöndu. Krakkarnir setja stundum Nutella á sín, þið getið rétt ímyndað ykkur gleðina. Brjálæðislega gott þegar Nutella bráðnar aðeins í heitu crossantinu.

Páskafríið og sykurbrúnaðar kartöflur

Ég eldaði fyllt hátíðarlæri með frönskum camembert (frá Hagkaup) sem var súpergott og ég vona að hægt verði að kaupa áfram. Með lambinu bar ég meðal annars fram sykurbrúnaðar kartöflur. Ég veit að það kunna eflaust allir að brúna kartöflur en ég las einu sinni að það væri snjallt að setja sítrónusafa á sykurinn á meðan hann bráðnar því þá brennur hann ekki. Ég hef síðan þá stuðst við þessa uppskrift, sem mig minnir að komi úr Gestgjafanum, og hún klikkar ALDREI.

Sykurbrúnaðar kartöflur:

  • 2 dl sykur
  • 2 msk sítrónusafi
  • 40 g smjör
  • 1 kg kartöflur

Sykurinn og sítrónusafinn er sett á pönnu og látið bráðna við vægan hita (hrærið sem minnst í á meðan). Þegar sykurinn hefur bráðnað er smjörinu bætt út í og látið bráðna saman. Soðnum, skrældum kartöflum (passið að hafa þær þurrar) er þá bætt í.

Í eftirrétt var uppáhaldið hans Gunnars, súkkulaðimús (þú finnur uppskriftina hér). Við erum öll hrifin af súkkulaðimús en Gunnar gæti lifað á henni og hún verður því alltaf fyrir valinu þegar hann fær að ráða.

Páskafríið og sykurbrúnaðar kartöflur

 

Ein athugasemd á “Páskafríið og sykurbrúnaðar kartöflur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s