Pannacottakaka með ástríðualdin

Pannacottakaka með ástríðualdinÓ, hvað ég elska páskafrí. Fyrir utan sumarfrí þá þykir mér páskafrí vera besta fríið. Ekkert sem þarf að gera annað en að njóta. Við hófum fríið í Bláfjöllum á miðvikudagskvöldinu í æðislegu veðri og á heimleiðinni keyptum við nammi og skyndibita sem við nutum hér heima yfir sjónvarpinu, endurnærð eftir útiveruna. Síðan höfum við farið í göngutúra og notið þess að borða gott og vera saman. Nú liggur leiðin með krakkana og vinafólki í hellaferð og planið er að enda daginn í humar og hvítvíni. Hversu ljúft!

Pannacottakaka með ástríðualdin

Ég gerði köku um daginn fyrir saumaklúbbinn minn sem við vorum allar svo hrifnar af að ég má til með að setja uppskriftina hingað inn. Þessi dásemd myndi sóma sér svo dæmalaust vel á páskaborðinu og er ferskur og góður eftirréttur. Njótið!

Pannacottakaka með ástríðualdin – uppskrift frá Bakverk och Fikastunder

Botn:

  • 200 g  digistive kex
  • 100 g brætt smjör

Myljið digestive kexið í mylsnu (notið matvinnsluvél ef þið eigið hana, annars bara kökukefli og plastpoka!). Bræðið smjörið og blandið saman við kexmylsnuna. Þrýstið blöndunni í botninn á lausbotna formi sem er um 24 cm í þvermál. Kælið.

Pannacottakaka með ástríðualdinPannacottakaka með ástríðualdin

Fylling:

  • 5 ástríðualdin
  • 4 dl rjómi
  • 0,5 dl mjólk
  • 0,5 tsk vanillusykur
  • 0,5 dl sykur
  • 2,5 matarlímsblöð

Leggið matarlímið í kalt vatn í að minnsta kosti 5 mínútur. Skafið úr ástríðualdinunum og setjið í pott ásamt rjóma, mjólk, vanillusykri og sykri. Látið suðuna koma upp og takið þá pottinn af hitanum. Takið matarlímsblöðin úr vatninu, kreistið mesta vatnið frá og setjið matarlímsblöðin í pottinn. Hrærið þar til þau hafa leyst upp. Sigtið blönduna og látið hana yfir botninn. Látið standa í ísskáp í að minsta kosti 4 klst.

Pannacottakaka með ástríðualdinPannacottakaka með ástríðualdin

Yfir kökuna:

  • 2 matarlímsblöð
  • 4 ástríðualdin
  • 1 dl vatn
  • 1 msk sykur

Leggið matarlímið í kalt vatn í að minnsta kosti 5 mínútur. Skafið úr ástríðualdinunum og setjið í pott ásamt vatni og sykri. Hitið upp og hrærið síðan matarlímsblöðunum saman við. Hellið vökvanum yfir pannacottað og látið stífna í ísskáp í nokkrar klukkustundir.

Pannacottakaka með ástríðualdin

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s