Vikumatseðill

EplaskífurÞessi helgi hefur verið svo yndislega notaleg. Það sem við höfum jólast og notið þess að vera saman. Jólaljósin voru sótt í geymsluna og sett upp og í gærkvöldi horfðum við, hefðinni samkvæmt, á jólamynd saman. Það gerum við alltaf á aðventunni, svoooo notaleg hefð og dýrmæt núna þegar krakkarnir eru farin að eldast og þeim fer fækkandi stundunum sem við eigum öll saman. Fyrir valinu í gær varð Christmas with the Kranks. Í dag vorum við svo með aðventukaffi með heimagerðum eplaskífum (hér er uppskriftin sem ég nota) og heitu súkkulaði með rjóma (besta uppskriftin af heitu súkkulaði er hér). Það er hefð sem hófst fyrir þremur jólum þegar ég eignaðist loksins eplaskífupönnu. Hún er ein af mínum uppáhalds eldhúsáhöldum, er bara brúkuð á aðventunni og það er beðið með eftirvæntingu frá því að skólarnir byrja á haustin eftir eplaskífuaðventukaffinu.

Vikumatseðill

Matseðillinn þessa vikuna er stútfullur af einföldum og fljótgerðum réttum. Það getur oft komið sér vel að hafa hann þannig, sérstaklega þegar jólaundirbúningur er í fullum gangi. Ég er óvenju snemma í jólagjafakaupum þetta árið, er búin að kaupa allar nema eina, en er enn ekki byrjuð á smákökubakstrinum. Ég vil alltaf vera búin að gera sörur og saffransnúða áður en desember gengur í garð, en það fór fyrir lítið þetta árið og fær að vera verkefni mitt þessa vikuna.

Vikumatseðill

Þorskur í ljúffengri karrýsósu

Mánudagur: Þorskur í ljúffengri karrýsósu

Spaghetti bolognese

Þriðjudagur: Spaghetti bolognese

Grjónagrautur

Miðvikudagur: Ofnbakaður grjónagrautur

Sveppapasta

Fimmtudagur: Sveppapasta

Kasjúhnetukjúklingur

Föstudagur: Kasjúhnetukjúklingur

Súkkulaðimarenstoppar með frönsku núggati

Með helgarkaffinu: Súkkulaðimarengstoppar með frönsku núggati

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s