Súkkulaðimarenstoppar með frönsku núggati

Súkkulaðimarenstoppar með frönsku núggati

Mér þykir ótrúlegt að fyrsta aðventuhelgin sé runnin upp. Þegar hausta tekur byrja ég að hlakka til aðventunnar og það er hálf galið að þessi barnalega tilhlökkun skuli ekki eldast af mér. Desember hefur einfaldlega alltaf verið uppáhalds mánuðurinn minn því hann er svo skemmtilegur. Ég elska jólaundirbúninginn, hátíðleikann og hefðirnar og þar að auki eiga ég, strákarnir og tvær af mínum bestu vinkonum afmæli í desember. Ég hef því fulla ástæðu til að gleðjast yfir því að desembermánuður sé loksins að bresta á.

Súkkulaðimarenstoppar með frönsku núggati

Það kemur eflaust engum á óvart að ég mér þykja smákökur ómissandi á borðum yfir aðventuna. Þegar ég bakaði sörurnar um síðustu helgi átti ég nokkrar eggjahvítur afgangs sem mér þótti kjörið að nýta í marenstoppa. Ég hafði keypt súkkulaði með frönsku núggati, sem ég held að sé nýjung frá Nóa Síríus, og ákvað að prófa að grófhakka það og setja í toppana. Við smökkuðum á kökunum áður en þær voru settar í frystinn sem varð til þess að það hefur fækkað verulega í kökuboxinu í vikunni, þó að enginn vilji kannast við að hafa stolist í þær. Kökurnar eru jú bakaðar til að njóta þeirra og ég sé ekki eftir einni einustu ofan í nautnaseggina.

Súkkulaðimarenstoppar með frönsku núggati

Súkkulaðimarenstoppar með frönsku núggati

  • 3 eggjahvítur
  • 200 g ljós púðursykur
  • 300 g Síríus rjómasúkkulaði með frönsku núggati

Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn. Grófhakkið súkkulaðið og hrærið varlega saman við.

Mótið litla toppa með teskeiðum á bökunarpappírsklædda plötu og bakið við 150°í ca 15 mínútur.

Súkkulaðimarenstoppar með frönsku núggati

4 athugasemdir á “Súkkulaðimarenstoppar með frönsku núggati

  1. Sæl Svava.
    Þakka þér kærlega fyrir þessa uppskrift af toppum, gaman að prófa eitthvað nýtt 🙂

    Ég gerði líka Daimtoppana og Rocky Road. Húsið er bara að fyllast af góðgæti sem er gert eftir uppskriftum frá þér 🙂

    Bestu þakkir fyrir þetta allt saman, það er alltaf gleðiefni að fylgjast með hjá þér.

    Kveðja,
    Sigríður

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s