Gleðilega aðra aðventu kæru lesendur. Aðventan þetta árið er stutt þar sem fjórði sunnudagurinn er aðfangadagur og mér finnst hún vera að hlaupa frá mér. Gunnar var að keppa í gær og eftir leikinn fórum við í Smáralindina og keyptum jólaföt á hann. Í dag ætlum við Jakob í leiðangur og síðan ætla ég að baka smákökur til að eiga. Hér hafa lakkrístoppar verið bakaðir á færibandi síðustu vikur (Malín á heiðurinn af þeirri framleiðslu) og alltaf klárast þeir samdægurs. Ef fleiri eru í baksturhugleiðingum þá koma hér fimm góðar tillögur að marenstoppum!
Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði
Lakkrístoppar með karamellukurli
Marengstoppar með frönsku núggati