Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

Í desember er alltaf jafn ánægjulegt að sjá jólakort detta inn um lúguna. Ég opna þau aldrei fyrr en seint á aðfangadagskvöldi. Þá söfnumst við saman þegar allir eru komnir í náttfötin, náum í sörur og jólanammi, og opnum kortin eitt í einu. Sá sem opnar kortið les það upphátt og síðan gengur það manna á milli. Þetta er svo notalegur endir á kvöldinu að það hálfa væri nóg.

Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

Undanfarin ár hef ég ekki sent jólakort og nú hræðist ég það mest að vera dottin út af jólakortalistunum hjá öðrum. Ef svo er þá hef ég fullan skilning á því, þó ég muni sakna kortanna alveg svakalega. Kannski að ég stilli unglingunum mínum upp, smelli mynd af þeim og læt útbúa kort. Ég þarf þá að fara að huga að því, það styttist óðum í jólin. Ég datt niður á fallega kortasíðu, Tinyprints, um daginn sem ég gæti hugsað mér að panta af, ef það gengur að hafa textann með íslenskum stöfum. Kortið hér fyrir neðan þykir mér stílhreint og fallegt, og svo jólalegt með hvíta snjónum og rauðu kápunni.


Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

Síðan þarf ekki alltaf að eltast við hina fullkomnu jólakortamynd þar sem börnin sitja straujuð og fín, allir brosa sínu blíðasta og horfa beint í myndavélina (og oftar en ekki eru allir fyrir löngu búnir að missa gleðina), þegar allra fínast er þegar myndirnar eru líflegar. Þessi fjölskyldumynd þykir mér dásamlega falleg þrátt fyrir að einn sé með lokuð augun og engin horfir í sömu átt. Afslöppuð og hlý mynd sem passar vel í jólakortið.

Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

Fyrr í vikunni bakaði ég lakkrístoppa en skipti lakkrískurlinu út fyrir piparfylltar lakkrísreimar. Útkoman varð bestu smákökur sem við höfum á ævinni smakkað! Ég hef aldrei séð kökur klárast jafn hratt og það leið ekki klukkutími frá því topparnir komu úr ofninum þar til þeir voru allir búnir. Ég, sem er ekki einu sinni neitt sérlega hrifin af piparfylltu reimunum, réði ekki við mig og borðaði meira en ég mun nokkurn tímann gefa upp. Ég segi bara, ef þið ætlið að baka eina smákökusort fyrir jólin þá skuluð þið baka þessa!

Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

  • 3 eggjahvítur
  • 200 g púðursykur
  • 1 poki piparfylltar lakkrísreimar (80 g)
  • 1 poki suðusúkkulaðidropar (150 g)
Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Skerið lakkrísreimarnar niður í smáa bita.
Blandið lakkrísreimum og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar.
Mótið toppa með tveim teskeiðum og bakið við 140° í 20 mínútur.
Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaðiMarengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaðiMarengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaðiMarengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaðiMarengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaðiMarengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

11 athugasemdir á “Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

  1. Sæl Svava, ég hef nú aldrei skrifað neitt á síðuna þína en hún er nú samt sem áður uppáhalds uppskriftasíðan mín, það er allt gott sem þú gerir og rennur vel ofan í alla fjölskylduna 🙂 Ein spurning varðandi toppana, í uppskriftinni stendur einn poki af lakkrísreimum og svo 80 g fyrir aftan. Nú er pokinn 160 g, á að vera hálfur poki? Kærar kveðjur og bestu þakkir fyrir frábæra síðu, kveðja, Sigrún Birna

    1. Gaman að heyra frá þér og takk fyrir falleg orð. Ég var að skoða heimasíðu Góu og þar virðist vera hægt að fá bæði 80 g og 160 g poka. Ég var með 80 g 🙂

  2. Ég var geðveikt spennt fyrir þessari uppskrift, en því miður þá mistókst eitthvað og það varð allt flatt. Hélt að ég hefði þeytt allt vel og vandlega 😦 Annað sinn sem toppar mistakast hjá mér.

    1. Æ, en leiðinlegt. Voru eggjahvíturnar orðnar alveg stífar? Ég þeyti þær hátt í 10 mínútur í hrærivélinni á fullum krafti og bæti svo lakkrísnum og súkkulaðinu mjög varlega saman við með sleikju. Síðan borgar sig að koma toppunum sem fyrst inn í ofn til að topparnir verði fallegir.

      >

      1. Gerði aðra tilraun með mömmu aðstoðarbakara í dag, hún þurfti bara að kenna mér þetta almennilega. Við komumst að því að vitleysan sem ég gerði var að nota hrærivélina til að hræra namminu saman við, úbsss. En þeir heppnuðust í dag og eru gómsætir 🙂

Færðu inn athugasemd