Hér heima eru jólalögin byrjuð að hljóma, nánast allar jólagjafirnar hafa verið keyptar og nokkrum hefur þegar verið pakkað inn (ég hef ALDREI verið svona snemma í þessu!) og fyrsta smákökusortin var bökuð í gær. Ég gat hreinlega ekki setið á mér að prófa að gera lakkrístoppa með nýja piparlakkrískurlinu. Í fyrra taldið ég lakkrístoppana verða fullkomna með tilkomu piplarlakkrísins (uppskriftin er hér) en nú veit ég ekki, þessir gefa hinum í það minnsta ekkert eftir. Þeir kláruðust á stundinni og það verða klárlega bakaðar nokkrar umferðir af þeim fram að jólum. Þetta verða allir að prófa!
Piparlakkrístoppar
- 3 eggjahvítur
- 200 g púðursykur
- 150 g piparlakkrískurl (1 poki)
- 150 g rjómasúkkulaðidropa (ég var með síríus sælkerabaksturs rjómasúkkulaðidropa)
Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Þeytið vel og lengi til að fá marensinn mjúkan og seigan. Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við.
Mótið toppa með tveim teskeiðum og bakið við 140° í 20 mínútur.
Æðislegir toppar! Gerir þú eitthvað sérstakt við eggjarauðurnar?