Kjúklinga- og spínatquesadillas

Um síðustu helgi var ég með heimagerðan skyndibita í matinn sem ég má til með stinga upp á ef einhver er að leita að hugmynd fyrir föstudaginn. Quesadillas þykir mér nefnilega vera hinn fullkomni föstudagsmatur, bæði því það tekur stuttan tíma að reiða hann fram og hann vekur lukku hjá öllum hér heima.

Til að hafa sem minnst fyrir kvöldmatnum keypti ég tilbúinn fajitas kjúkling sem var niðurskorinn í bita en það er auðvitað líka hægt að vera með heilan kjúkling og rífa niður. Síðan ætlaði ég að kaupa ferskt guacamole í Hagkaup eins og ég geri svo oft, en það var búið. Ég brá þá á það ráð að kaupa guacamole úr salatbarnum og þar rak ég augun í ferskt salsa sem ég keypti líka. Það var því lítil fyrirhöfn að koma matnum á borðið.

Ég bar quesadillurnar fram með eðlu, svörtu Doritos, fersku salsa, venjulegu salsa, heitri ostasósu, sýrðum rjóma og guacamole. Súpergott!!

Kjúklinga- og spínatquesadillas

  • 1 poki tortillur (8 stk)
  • 1 kjúklingur, rifinn niður (eða 1 bakki fajitas kjúklingur frá Holta)
  • spínat
  • rifinn ostur (ég var með blöndu af gratín- og pizzaosti)

Setjið rifinn ost, handfylli af spínati, kjúkling og rifinn ost (þannig að osturinn sé bæði undir og yfir) á annan helming tortilluköku. Brjótið tóma helminginn yfir, þannig að tortillan myndi hálfmána, og steikið á pönnu eða hitið í ofni þar til osturinn hefur bráðnað.

Skerið í sneiðar og berið fram með því sem hugurinn girnist!

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Ein athugasemd á “Kjúklinga- og spínatquesadillas

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s