Ég hef aldrei verið jafn sein í jólabakstrinum og í ár. Malín hefur hins vegar staðið sig vel og er búin að baka marsípanfyllta saffransnúða, tvo umganga af sörum og nokkra umganga af smákökum sem hafa klárast jafnóðum. Það hefur því ekki væst um okkur hér heima.
Mér datt í hug að taka saman uppáhalds jólabaksturinn ef einhver er í baksturshugleiðingum og langar að prófa nýjar uppskriftir. Það er gaman að halda í hefðir og baka sömu sortir á hverju ári en á sama tíma er jú líka skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt. Sumar tegundir eru heilagar hjá okkur og jólin koma ekki fyrr en þær eru tilbúnar, á meðan aðrar koma og fara.
Saffransnúðana hef ég bakað fyrir jólin lengur en ég get munað og það má alls ekki sleppa þeim. Malín er búin að fylla frystinn af snúðunum og við erum því í góðum málum. Við elskum allt við þá og lyktin sem kemur í húsið þegar þeir eru bakaðir er ólýsanleg.
Sörurnar eru ómissandi á aðventunni og ég fæ mér helst eina á hverju kvöldi með kaffibolla. Svo gott!
Það er gaman að prófa sig áfram með mismunandi fyllingar í lakkrístoppum en þessir voru okkar uppáhalds í fyrra. Malín hefur bakað nokkra umganga af þeim upp á síðkastið en ég held að þeir hafi alltaf klárast samdægurs.
Rocky road er eitt uppáhalds jólanammið okkar og má ekki vanta yfir hátíðirnar. Ég hef séð sykurpúðunum skipt út fyrir Lindubuff og langar að prófa það í ár. Það er örugglega geggjað.
Dumlefudge gerði ég fyrir ein jólin og þarf að gera aftur. Krakkarnir elskuðu þetta.
Banana- og súkkulaðifudge sló líka í gegn hjá krökkunum.
Ég bakaði súkkulaðikökur með bismark brjóstsykri fyrir síðustu jól og langar að baka þær aftur núna. Þær eru dásamlegar.
Pestójólatré er einfalt að gera, fallegt á borði og æðislega gott.
Stökk piparmyntustykki með bismark er einfalt og gott.
Sæl Svava
Gaman að fylgjast með síðunni þinni og prufa gómsætu uppskriftirnar þínar ☺️ Langar svo að spyrja þig þó að það komi ekki uppskriftunum við hvaðan þessi fallegi hvíti og silfurliti lampi er Með fyrirfram þökk
Anna S Garðarsdóttir
Sent from my iPhone
>
Sæl Anna.
Lampinn fæst í Epal 😊
Bestu kveðjur, Svava.
Sent from my iPhone
>