Jólabakstur

Ég hef aldrei verið jafn sein í jólabakstrinum og í ár. Malín hefur hins vegar staðið sig vel og er búin að baka marsípanfyllta saffransnúða, tvo umganga af sörum og nokkra umganga af smákökum sem hafa klárast jafnóðum. Það hefur því ekki væst um okkur hér heima.

Mér datt í hug að taka saman uppáhalds jólabaksturinn ef einhver er í baksturshugleiðingum og langar að prófa nýjar uppskriftir.  Það er gaman að halda í hefðir og baka sömu sortir á hverju ári en á sama tíma er jú líka skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt. Sumar tegundir eru heilagar hjá okkur og jólin koma ekki fyrr en þær eru tilbúnar, á meðan aðrar koma og fara.

Saffransnúðana hef ég bakað fyrir jólin lengur en ég get munað og það má alls ekki sleppa þeim. Malín er búin að fylla frystinn af snúðunum og við erum því í góðum málum. Við elskum allt við þá og lyktin sem kemur í húsið þegar þeir eru bakaðir er ólýsanleg.

Sörurnar eru ómissandi á aðventunni og ég fæ mér helst eina á hverju kvöldi með kaffibolla. Svo gott!

Það er gaman að prófa sig áfram með mismunandi fyllingar í lakkrístoppum en þessir voru okkar uppáhalds í fyrra. Malín hefur bakað nokkra umganga af þeim upp á síðkastið en ég held að þeir hafi alltaf klárast samdægurs.

Rocky road er eitt uppáhalds jólanammið okkar og má ekki vanta yfir hátíðirnar. Ég hef séð sykurpúðunum skipt út fyrir Lindubuff og langar að prófa það í ár. Það er örugglega geggjað.

Dumlefudge gerði ég fyrir ein jólin og þarf að gera aftur. Krakkarnir elskuðu þetta.

Banana- og súkkulaðifudge sló líka í gegn hjá krökkunum.

Ég bakaði súkkulaðikökur með bismark brjóstsykri fyrir síðustu jól og langar að baka þær aftur núna. Þær eru dásamlegar.

Pestójólatré er einfalt að gera, fallegt á borði og æðislega gott.

Stökk piparmyntustykki með bismark er einfalt og gott.

Kókoskúlur í ofnskúffu

Getum við verið sammála um að heimagerðar kókoskúlur eru óstjórnlega góðar? Sérstaklega þegar þær eru súkkulaðihúðaðar eins og þessar. Þegar þær eru kaldar úr ísskápnum þá er ekki hægt að standast þær með kaffibollanum. Það fer svo brjálæðislega vel saman.

Eins og mér þykja kókoskúlur góðar þá nenni ég sjaldan að gera þær. Jakob tekur sig stundum til og gerir skammt en er þá oftast fljótur að klára þær sjálfur, ef hann býður ekki vinum sínum upp á þær. Ég datt því heldur betur í lukkupottinn þegar ég sá þessa snjöllu aðferð á Instagram, að setja deigið einfaldlega í ofnskúffu, setja súkkulaði og kókos yfir og skera síðan í passlega stóra bita. Tekur enga stund. Stórkostlegasta uppfinning ever!

Kókoskúlur í ofnskúffu

 • 400 g smjör við stofuhita
 • 2 dl flórsykur
 • 1 dl kakó
 • 1 dl Nesquik (eða annað drykkjarkakaó)
 • 2 msk vanillusykur
 • 1 dl kaffi
 • 100 g rjómasúkkulaði
 • um 18 dl haframjöl

Yfir kókoskúlurnar

 • 200 g súkkulaði (ég var með suðusúkkulaði)
 • kókosmjöl

Byrjið á að þeyta smjör og flórsykur saman þar til blandan verður létt. Bætið kakói, Nesquik, vanillusykri, kaffi og bræddu rjómasúkkulaði í skálina og hrærið öllu vel saman. Hrærið haframjöli smátt og smátt saman við þar til réttri áferð er náð. Blandan á að vera blaut í sér en þéttur massi. Þrýstið blöndunni í ofnskúffu sem hefur verið klædd með bökunarpappír og látið standa í ísskáp í smá stund.

Bræðið súkkulaðið til að setja yfir kókoskúlurnar og dreifið því yfir kókoskúludeigið. Stráið kókosmjöli yfir og látið síðan standa í ísskáp í um 30 mínútur.

Skerið kókoskúlurnar í bita. Geymið í loftþéttum umbúðum í ísskáp eða frysti.

Banana- og súkkulaðifudge

Það eru eflaust fáir hér inni í leit að sætindum svona rétt eftir jól en ég hreinlega get ekki sleppt því að setja þessa dásemdarmola hingað inn. Ég vil geta gengið að þeim vísum næst þegar ég ætla að gera þá og þá er hvergi betra að geyma uppskriftina en hér.

Krakkarnir elskuðu þetta sælgæti! Bananar og súkkulaði passa jú svo vel saman og það er sérlega gaman að bera fram sælgæti sem er heimagert.

Banana- og súkkulaðifudge

Súkkulaðifudge

 • 3 dl rjómi
 • 3 dl sykur
 • 1 dl sýróp
 • 50 g smjör
 • 2 msk hunang
 • 100 g suðusúkkulaði

Setjið rjóma, sykur og sýróp í pott. Látið suðuna koma upp og sjóðið við miðlungsháan hita þar til blanda er orðin 120° heit. Takið pottinn frá hitanum og hrærið smjör og hunang út í. Látið pottinn aftur á heita helluna og látið sjóða áfram í 2 mínútur. Takið pottinn af hitanum og hrærið hökkuðu súkkulaði saman við þar til blanda er orðin slétt. Hellið blöndunni í lítið mót/form sem hefur verið klætt með smjörpappír. Látið standa í ísskáp á meðan bananablandan er gerð.

Bananafudge

 • 12 mjúkir bananar af nammibarnum (sjá mynd hér fyrir neðan)
 • 2 dl sykur
 • 1 dl rjómi
 • 50 g smjör
 • 150 g hvítt súkkulaði

Klippið bananana í litla bita og setjið í pott ásamt smjöri, rjóma og sykri. Látið sjóða saman vði vægan hita þar til allt hefur bráðnað. Látið sjóða áfram í 5 mínútur og hrærið í pottinum á meðan. Takið pottinn af hitanum og hrærið hökkuðu súkkulaði saman við þar til blandan er orðin slétt. Látið kólna aðeins áður en blöndunni er hellt yfir súkkulaðifudge-ið. Látið kólna alveg (helst í ísskáp yfir nóttu) áður en skorið í bita.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Cornflakesnammi með rúsínum

Það er eflaust þversagnarkennt að setja inn færslu um betri matarvenjur einn daginn og setja síðan inn uppskrift af sætindum daginn eftir en eitt þarf ekki að útiloka annað. Að borða vel þarf í mínum bókum ekki að þýða að taka allt góðgæti út, heldur að setja meira hollt inn. Það væri lítið varið í lífið ef ekkert mætti!

Þetta Cornflakesgóðgæti gerði ég fyrir jólin og við nutum yfir sjónvarpinu eitt kvöldið. Svo æðislega gott!

Cornflakesnammi með rúsínum

 • 1/2 dl sykur
 • 125 g suðusúkkulaði
 • 1/2 dl sýróp
 • smá salt
 • 1 msk kakó
 • 50 g smjör
 • 1/2 dl rúsínur
 • 5-6 dl cornflakes

Setjið allt nema Cornflakes og rúsínur í pott. Blandið vel saman, látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í um 5 mínútur. Takið pottinn af hitanum og hrærið rúsínum og Cornflakes varlega saman við. Setjið í lítil form og látið harðna í ísskáp.

 

 

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Nutellaídýfa

NutelladýfaNutelladýfa

Gunnar ákvað skyndilega á gamlárskvöldi að hafa árið 2017 sælgætislaust. Hann hefur enn sem komið er ekki fengið sér svo mikið sem nammibita, nokkuð sem ég dáist að og gæti eflaust aldrei leikið eftir. Hann er þó svo staðfastur í því sem hann tekur sér fyrir hendi að ég hef fulla trú á því að hann klári þetta með glans.

Sælgætisbindindið gerir það að verkum að ég kaupi síður nammi og set í skál fyrir framan sjónvarpið á laugardagskvöldum, heldur reyni að finna annað góðgæti til að bjóða upp á. Eðla stendur auðvitað alltaf fyrir sínu en Nutellaídýfa er þó vinsælasta helgargóðgætið.  Það er hægt að dýfa hvaða ávöxtum sem er í hana en við mælum sérstaklega með berjum og bönunum. Einfalt og vinsælt!

Nutelladýfa

Nutellaídýfa – uppskrift frá Mitt Kök

 • 2,25 dl rjómi
 • 2,25 dl rjómaostur (ég var með frá Philadelphia)
 • 1,5 – 2 dl Nutella
 • 3 msk flórsykur

Þeytið rjómann loftkenndan og léttann. Setjið rjómaost og flórsykur í aðra skál og hrærið saman. Hrærið Nutella saman við rjómaostinn. Hrærið að lokum þeytta rjómanum varlega saman við.

Setjið í skál og berið fram með ávöxtum, berjum og/eða banana.

Lampaást og dásamlegt Dumlefudge

Lampaást og dásamlegt Dumlefudge

Ég fékk mér lampa í vikunni, sem væri kannski ekki frásögu færandi nema að þegar ég kom heim með hann áttaði ég mig á því að ég hef fengið mér nýja lampa undanfarin þrjú jól. Það má því kannski segja að lampakaup séu að verða nokkurs konar furðuleg (og galin) jólahefð hjá mér.

Lampaást og dásamlegt Dumlefudge

Í fyrra keypti ég PH lampann sem mig hafði dreymt um lengi og fæ ekki nóg af. Árið þar á undan var það hvítur Flowerpot. Nýi lampinn heitir Leimu og er frá Iittala. Ég hef horft hlýjum augum á hann í nokkurn tíma og hann varð enn fínni hér heima en ég átti von á.

Lampaást og dásamlegt Dumlefudge

En að máli málanna, Dumlefudge. Hversu dásamlega gott! Krakkarnir eru að missa sig yfir þessu. Ég var með saumaklúbb í gærkvöldi og strákarnir báðu mig um að skammta stelpunum af góðgætinu svo það myndi ekki klárast. Þær áhyggjur reyndust þó óþarfar því ég gleymdi að bjóða upp á herlegheitin…

Lampaást og dásamlegt Dumlefudge

Ég mæli með að fjárfesta í hitamæli áður en farið er af stað í sælgætisgerð. Þeir kosta ekki mikið, ég keypti minn á 1.500 krónur um daginn, og eru hverrar krónu virði. Það munar svo miklu að geta fylgst vel með hitastiginu á karamellunni svo hún verði hvorki of mjúk né of hörð. Hér varð hún fullkomin!

Lampaást og dásamlegt Dumlefudge

Dumlefudge 

 • 3 dl rjómi
 • 3 dl sykur
 • 1 dl sýróp
 • 50 g smjör
 • 140 g Dumlekaramellur
 • 1 handfylli litlir sykurpúðar
 • maldonsalt

Setjið rjóma, sykur og sýróp í pott. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og látið sjóða þar til blanda nær 120° (það má líka nota kúluprófið, þ.e. setja smá af blöndunni í kalt vatnsglas og þegar það gengur að móta kúlu úr blöndunni þá er hún tilbúin). Takið pottinn af hitanum og hrærið smjörinu saman við þar til það hefur bráðnað. Hrærið hakkaðar Dumlekaramellur saman við þar til blandan er slétt. Hrærið að lokum sykurpúða varlega saman við (þeir eiga ekki að bráðna) og hellið blöndunni í form sem hefur verið klætt með bökunarpappír (ég var með form sem er 20 x 20 cm). Stráið maldonsalti yfir. Látið kólna áður en skorið niður í bita. Geymið í ísskáp.

Lampaást og dásamlegt DumlefudgeLampaást og dásamlegt DumlefudgeLampaást og dásamlegt DumlefudgeLampaást og dásamlegt DumlefudgeLampaást og dásamlegt DumlefudgeLampaást og dásamlegt DumlefudgeLampaást og dásamlegt DumlefudgeLampaást og dásamlegt Dumlefudge

Æðislegir snickersbitar

SnickersbitarÉg sit hér heima undir teppi með beinverki og reyni hvað ég get að verða ekki veik. Malín er búin að vera veik í rúma viku og enn eru engin batamerki (hún var síðast hjá lækni í gær sem staðfesti að um mjög slæma vírussýkingu væri að ræða). Greyið er að missa svo mikið úr skólanum en hún hefur verið samviskusöm og náð að skila öllum verkefnum þrátt fyrir allt.

Snickersbitar

Á föstudaginn ætla ég í frí og því hentar mér sérlega illa að leggjast í flensu núna. Eins á ég von á ljósmyndara hingað í kvöld til að taka mynd af mér fyrir Viðskiptablaðið út af smá viðtali sem verður við mig þar. Sá á ekki auðvelt verkefni fyrir höndum! Helst langar mig bara til að draga teppið yfir þrútnu kvefaugun og biðja ljósmyndarann vel að lifa.Snickersbitar

Ég ætla að nýta daginn í að hvíla mig, finna mér bækur til að lesa í fríinu og gefa ykkur uppskrift að æðislegum snickersbitum sem tekur enga stund að gera en hverfa því miður allt of fljótt í mannskapinn. Og fyrst ég er í bókapælingum ætla ég líka að mæla með tveimur bókum sem ég las í sumar, Konan í lestinni eftir Paulu Hawkins (#1 New York Times bestseller) og Ég fremur en þú eftir Jojo Moyes (ég las hana á sænsku, sem útskýrir sænska titilinn) sem er líka New York Times bestseller með yfir 5 milljón seld eintök. Þær eru ólíkar en ég hafði gaman af þeim báðum. Þriðja bókin á myndinni, The Power of Now eftir Eckhart Tolle, er alltaf á náttborðinu mínu og mætti eflaust vera á flestum náttborðum.

Snickersbitar

Snickersbitar

1 krukka hnetusmjör ca 350g
1 1/2 dl sýróp
1 dl sykur
9 dl cornflakes
1 tsk vanillusykur
1 dl kókosmjöl
2 pokar dökkur hjúpur (hjúpdropar, samtals 300 g)

Bræðið hnetusmjör, sýróp og sykur saman í potti. Blandan á bara að bráðna saman en ekki sjóða. Blandið cornflakes, kókosmjöli og vanillusykri saman í skál. Blandið öllu saman og þrýstið í botn á smjörpappírsklæddu skúffukökuformi. Látið kólna. Bræðið súkkulaðið og setjið yfir. Látið harðna og skerið síðan í lekkera bita.SnickersbitarSnickersbitarSnickersbitarSnickersbitarSnickersbitar

Döðlukúlur

Döðlukúlur

Ég var með smá boð um daginn og bauð meðal annars upp á þessar heilsusamlegu döðlukúlur. Mér þykja þær ekki komast með tærnar þar sem þessar kókoskúlur hafa hælana, en það geta ekki alltaf verið jólin og mig langaði til að bjóða upp á heilsusamlegri kost fyrir þá sem það vilja. Ég bakaði einnig fræhrökkbrauð með rósmarín og sjávarsalti sem ég bar fram með ostum og ávextum. Ég get borðað fræhrökkbrauð sem snakk og þau passa svo vel á ostabakka, það er ekki hægt að líkja þeim við saltkexin sem rata svo oft á borð með ostum.

DöðlukúlurDöðlukúlur

Döðlukúlurnar ruku út á svipstundu! Í fullri hreinskilni þá er svona heilsusætindindi sjaldan minn tebolli en gestirnir voru hrifnir og ég átti í fullu fangi með að halda krökkunum frá kúlunum áður en gestirnir komu. Þau elskuðu þær!

Döðlukúlur

Döðlukúlur

 • 2 dl döðlur
 • 2 msk haframjöl
 • 1 dl möndlur eða hnetur
 • 1 msk kakó eða súkkulaðipróteinduft
 • 1/2 – 1 tsk rommdropar eða 1-2 msk kaffi
 • kókosmjöl til að velta kúlunum upp úr

Setjið allt hráefnið fyrir utan kókosmjölið í matvinnsluvél eða vinnið saman með töfrasprota. Rúllið litlar kúlur úr blöndunni og veltið upp úr kókosmjöli.

 

Kókoskúlur

 

KókoskúlurUm síðustu helgi gerðu strákarnir kókoskúlur sem voru svo góðar að ég gat ekki gengið framhjá ísskápnum án þess að stelast í þær. Þeir buðu síðan upp á kókoskúlurnar yfir sjónvarpinu um kvöldið við mikla lukku viðstaddra.

KókoskúlurÍ gær átti tengdamamma afmæli og þá ákváðu þeir að gera annan skammt og færa henni í afmælisgjöf. Kókoskúlurnar voru ekki lengi að hverfa ofan í gestina, enda alveg æðislega góðar.

KókoskúlurHér kemur uppskriftin ef ykkur langar til að gera vel við ykkur í páskafríinu. Það er góð afþreying fyrir krakkana að gera kókoskúlurnar og dásamlegt að eiga þær í ísskápnum til að njóta.

Kókoskúlur

Kókoskúlur

 • 100 g smjör
 • 1 dl sykur
 • 1 tsk vanillusykur
 • 2 msk kakó
 • 3 dl haframjöl
 • 2 msk kælt kaffi
 • kókosmjöl til að velta kúlunum upp úr

Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið vanillusykri, kakó, haframjöli og kaffi saman við og vinnið vel saman. Rúllið litlar kúlur úr deginu og veltið þeim upp úr kókosmjöli. Geymið kókoskúlurnar í ísskáp.

Kókoskúlur

 

Stökk piparmyntustykki með hvítu súkkulaði

Stökk piparmyntustykki með hvítu súkkulaði

Í gær héldu Svíar dag heilagrar Lúsíu, Santa Lucia, hátíðlegann. Á Svíþjóðarárum okkar biðu krakkarnir full tilhlökkunar eftir að dagurinn rynni upp og þegar svo gerði klæddum við Malínu í hvítan skósíðan kjól, bundum rauða slaufu um mittið og settum kertakórónu á höfuðið. Strákarnir voru ýmist klæddir sem jólasveinar eða piparkökukarlar og þannig héldu krakkarnir í skólann og leikskólann, með fiðrildi í maganum. Síðar um daginn fylgdumst við Öggi tárvot með þeim ásamt skólafélögum koma gangandi í myrkrinu með kerti í höndunum syngjandi Santa Lucia, hver með sínu nefi. Eftir sönginn var boðið upp á lúsíukaffi í leikskólanum. Ég mun einnig seint gleyma lúsíutónleikunum sem við Öggi fórum á í dómkirkjunni í Uppsölum fyrstu jólin okkar þar. Hátíðleikinn og fegurðin sem við upplifðum þar verða seint toppuð. Þetta voru svo fallegir dagar.

Stökk piparmyntustykki með hvítu súkkulaði

Þar sem Svíþjóðarnostalgían blundar alltaf í okkur (og kannski aðallega mér) þá ákváðum við að bjóða vinum okkar, sem bjuggu á sama tíma og við í Uppsölum, til okkar í sænskt jólahlaðborð í gær. Við fylgdum öllum kúnstarinnar reglum og buðum upp á hefðbundinn sænskan jólamat, spiluðum sænsk jólalög og flögguðum sænska fánanum á hlaðborðinu. Ég mun eflaust birta hér matseðilinn fljótlega, þó ekki væri nema bara fyrir mig til að geta rifjað hann upp að ári liðnu, en í dag ætla ég að gefa uppskrift af jólasælgæti sem fékk að fljóta með á eftirréttarborðinu í gær. Undir lok kvölds var ég farin að dýfa þessum piparmyntustykkjum í súkkulaðimús sem stóð einnig á borðinu og hefði getað haldið því endalaust áfram. Ég hlakka til að fá mér þau með heitu súkkulaði á morgun.

Stökk piparmyntustykki með hvítu súkkulaði

Stökk piparmyntustykki með hvítu súkkulaði (uppskrift frá Shutterbean)

 • 450 g gott hvítt súkkulaði
 • 2 bollar Rice Krispies
 • 2 pokar Bismark brjóstsykur (150 g. hvor poki)

Setjið brjóstsykurinn í plastpoka og myljið, t.d. með buffhamri. Takið fínustu mylsnuna frá, það getur verið sniðugt að geyma hana og nota t.d. í þeyttan rjóma eða út á heitt súkkulaði.

Stökk piparmyntustykki með hvítu súkkulaði

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Hrærið Rice Krispies saman við. Setjið blönduna á bökunarpappír og deifið úr henni í um það bil stærðina 25 x 35 cm. Stráið brjóstsykurbrotunum yfir, leggið bökunarpappír yfir og þrýstið ofan á til að brjóstsykurinn festist í súkkulaðinu. Kælið í 20-30 mínútur, ekki lengur því þá getur brjóstsykurinn mýkst.

Takið bökunarpappírinn af. Brjótið piparmyntustykkið í bita og geymið við stofuhita í loftþéttum umbúðum. Stykkin geymast í um viku.