Rocky Road

Rocky road

Ég hef aldrei verið mikið fyrir konfekt og geri sjaldan ef nokkurn tímann konfekt fyrir jólin. Ég hef þó alltaf verið mikill sælgætisgrís og það eru fáir sem komast með tærnar þar sem ég hef hælana í þeim efnum.

Rocky Road

Sú hefð hefur myndast á síðustu árum að ég geri „Rocky Road“ fyrir jólin og því kallast það einfaldlega jólanammið hér á bæ. Okkur þykir það betra en orð fá lýst og þegar líður að jólum er beðið með eftirvæntingu eftir að ég hefjist handa.

Rocky Road

Það er mjög einfalt og tekur ekki nokkra stund að töfra þessa dásemd fram. Dumle karamellur, sykurpúðar, salthnetur, pistasíukjarnar og gott súkkulaði. Þetta getur ekki klikkað. Setjið molana í fallega glerkrukku og gefið ástvinum til að njóta yfir jólin.

Rocky Road

Rocky Road

  • 600 g dökkt súkkulaði (veljið það súkkulaði sem ykkur þykir gott)
  • 2 pokar Dumle karamellur (skornar í tvennt)
  • 2 lófafylli litlir sykurpúðar (ef það eru notaðir stórir þá eru þeir klipptir niður)
  • 140 g salthnetur
  • 70 g pistasíukjarnar

Skerið Dumle karamellurnar í tvennt og setjið í skál ásamt sykurpúðum og salthnetum. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið aðeins. Bætið súkkulaðinu í skálina og blandið öllu vel saman.

Setjið smjörpappír í skúffukökumót og hellið blöndunni yfir. Dreifið úr henni þannig að hún verði um 3 sm þykk. Stráið pistasíukjörnum yfir og látið kólna. Skerið í bita og njótið.

20 athugasemdir á “Rocky Road

  1. Nammi – þar sem þú ert mesti sælgætisgrís sem ég þekki þá treysti ég þér fullkomlega í þessum efnum!
    Prófa þetta – ekki spurning!

    1. Ég fékk bæði glerkrukkuna og borðann hjá Íslenzka pappírsfélaginu. Ég hef líka keypt þessar glerkrukkur í Púkó og Smart á Laugaveginum en þar var lokið hvítt.

  2. En girnilegt! Ég verð að prófa þetta 🙂 En þar sem ég er ekki mjög hrifin af pistasíuhnetum, heldur þú að það mætti skipta þeim út fyrir einhverjar aðrar, t.d. pekanhnetur, kasjú- eða brasilíuhnetur?

  3. Þetta er líka í uppáhaldi hjá mér, hrikalega gott! Vonandi ertu í fríi í dag frá eldhúsinu Svava mín og einhver annar að elda fyrir þig! 🙂 Hafðu það sem best á afmælisdeginum, til hamingju! 🙂

  4. Ohhh eg gerdi tetta strax daginn eftir adbtu settir tetta inn og umm hv tetta var gott. Atti ekki til sykurpuda en atti nog af bleiku “ juleskum“ sem er jolanammi her i swe sem er eiginl bara bleikir sykurpudajolasveinar!… Tetta aetla eg ad gera a hverjum jolum !

  5. Sæl Svava. Nú er ég búin að útbúa þetta dásamlega jólanammi. Mér leist ekkert á klumpinn þ.e. að skera hann niður og fékk karlmann í dæmið. Það sallaðist og flísaðist svo mikið úr þessu og það varð ekki að bitum á meðan. Hvað er skakkt í þessu hjá mér. Var blandan orðin of köld? Er hugsanlegt að ég hafi ekki sett nóg af sykurpúðum því þeir eru eiginlega límið í þessu? En bestu þakkir fyrir uppskriftina mun örugglega gera hana oftar 🙂

    Kveðja, Sigríður

Færðu inn athugasemd