Kjúklingabaka með sweet chili

Kjúklingabaka með sweet chili

Borðstofuborðið hefur verið undirlagt af jólapappír, skrautmiðum og borðum um helgina og hefur einna helst minnt á verkstæði jólasveinsins. Á bak við aðventustjakann má sjá glitta í hluta af jólagjöfum sem var pakkað inn og bíða nú eftir að rata í réttar hendur.

Eins og ég vona að einhverjir hafi tekið eftir þá er komin ný forsíðumynd hér efst á blogginu. Fjölskyldan hefur síðustu mánuðina verið að benda mér á að sumarlega myndin af skúffukökunni og kaffibollanum í grasinu hafi sungið sitt síðasta og núna fór ég loksins í það að skipta henni út. Ég er mjög ánægð með útkomuna og vona að þið séuð það líka. Eina af myndunum tók ég einmitt í gær þegar ég gerði botninn í bökuna sem við vorum með í kvöldmat.

Kjúklingabaka með sweet chili

Þessi baka er æðislega góð og með góðu salati er hún fullkomin máltíð. Ekta helgarmatur sem passaði vel á laugardagskvöldi. Klárlega ein af uppáhalds bökunum.

Kjúklingabaka með sweet chili

Bökuskel:

  • 5 dl hveiti
  • 250 g kalt smjör, skorið í teninga
  • 1 tsk salt
  • 3-4 msk kalt vatn

Fylling:

  • 3 kjúklingabringur
  • 5 dl sýrður rjómi
  • 3 tsk sambal oelek
  • 1/2 appelsínugul paprika
  • 2 skarlottulaukar
  • 1 dl sweet chili sósa
  • salt
  • 2-3 msk maizena
  • mozzarella ostur

Vinnið hráefnin í skelina saman í deig og þrýstið í botninn og upp kantana á bökuformi. Setjið í ískáp á meðan fyllingin er gerð.

Skerið kjúklingabringurnar í smáa bita og steikið á pönnu. Þegar kjúklingurinn er steiktur er hökkuðum lauk og papriku bætt á pönnuna og steikt þar til orðið mjúkt. Hrærið sýrðum rjóma, chilisósu og sambal oelek saman við og látið suðuna koma upp. Látið sjóða við vægan hita í 10-15 mínútur og smakkið til með salti. Þykkið með maizena.

Setjið fyllinguna í bökuskelina og bakið við 200° í 30 mínútur. Takið þá bökuna úr ofninum, stráið rifnum mozzarella yfir og setjið aftur í ofninn í 10 mínútur til viðbótar.

Kjúklingabaka með sweet chili

11 athugasemdir á “Kjúklingabaka með sweet chili

  1. Svava þú ert bara ótrúleg, þessi baka er svooo freistandi. Nú verð ég líka að prófa hana. Nóg að gera hjá manni 🙂

  2. Þetta hljómar mjög girnileg baka! En hvar fæst sambal oelek, maizena og hver er munurinn á skarlottulauki og venjulegum lauk 🙂 ? Ég bý fyrir austan og það er lítið úrval af verlsunum hér – aðeins nettó og bónus.

    1. Heppnin er vonandi með þér því sambal oelek fæst í Bónus ásamt öllum öðrum hráefnum í þessa böku. Skarlottulaukurinn er töluvert minni en venjulegi laukurinn og er seldur margir saman í neti.
      Bestu kveðjur, Svava.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s