Vikumatseðill

VikumatseðillUm síðustu helgi bakaði ég köku sem ég birti síðan mynd af á Instagram. Í gær fékk ég fyrirspurn um uppskriftina og eftir smá umhugsun taldi ég mig vissa um að ég hefði fundið hana hjá Smitten Kitchen. Í dag ætlaði ég að finna kökuna aftur en allt kemur fyrir ekki, kakan virðist horfin af internetinu! Eða að ég sé hreinlega búin að gleyma hvar ég fann uppskriftina. Þetta kennir mér að setja góðar uppskriftir strax hingað inn á bloggið því annars týni ég þeim.

Síðasta sunnudag skrifað ég að mig langaði svo í soðna lifrapylsu og í vikunni lét ég verða af því að sjóða lifrapylsu sem ég bar fram með heimagerðri kartöflumús og rófustöppu. Við buðum mömmu í mat og allir voru alsælir! Ódýr og einfaldur veislumatur. Það má kaupa lifrapylsuna frosna fyrir lítinn pening og því er þetta snjöll máltíð svona rétt fyrir mánaðarmótin. Krakkar elska þetta! En að máli málanna þennan sunnudaginn, nefnilega vikumaseðlinum. Ég vona að hann nýtist ykkur.

Vikumatseðill

 

Þorskur í ljúffengri karrýsósuMánudagur: Þorskur í ljúffengri karrýsósu

Ofnbakaðar kjötbollurÞriðjudagur: Ofnbakaðar kjötbollur

AspassúpaMiðvikudagur: Aspassúpa

Mascarpone kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og spínatiFimmtudagur: Mascarpone kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og spínati

Kjúklingabaka með sweet chili Föstudagur: Kjúklingabaka með sweet chili

SkinkuhornMeð helgarkaffinu: Skinkuhorn með hvítlaukssósu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s