Skinkuhorn og hvítlaukssósa

Skinkuhorn

Ég verð að viðurkenna að mér þykir æðislegt að fá svona rigningar- og rokdag í sumarfríinu. Það býður upp á kósýdag hér heima án nokkurs samviskubits. Ef sólin hefði skinið hefði ég til dæmis aldrei bakað skinkuhorn og borðað yfir 4 þáttum af Orange is the new black um hábjartan dag. Ég hefði ekki haft móral í það. En það var brjálæðislega notalegt að kúra saman í sjónvarpssófanum með nýbökuð skinkuhornin og heyra í rigningunni fyrir utan.

Í gær var veðrið hins vegar gott og við fórum í langan göngutúr yfir daginn og um kvöldið fórum við niður í Laugardal að fylgjast með Gunnari hlaupa í miðnæturhlaupinu. Það voru ekki margir við endalínuna en Jakob fann stól og kom sér vel fyrir.

Skinkuhorn

Gunnar hefur hlupið svo lítið undanfarnar vikur og enda verið með hálsbólgu og kvef allan mánuðinn. Hann ákvað því að skrá sig í 5 km í staðin fyrir 10 km eins og hann er vanur. Hann stóð sig vel þrátt fyrir kvefið og kom í mark á 25.45 mínútum.

Skinkuhorn

Þessi skinkuhorn eru æðisleg og við kláruðum þau upp til agna á svipstundu. Þau gjörsamlega hurfu af diskinum. Mér þykir gott að dýfa þeim í hvítlaukssósuna en það má auðvitað sleppa henni. Mér þykir bara allt aðeins betra með sósu! Eins þykir mér gott að hafa bragðmikinn ost í fyllingunni en hér má leika sér eftir smekk og stuði.

Skinkuhorn

Skinkuhorn

 • 2 dl vatn
 • 2 tsk þurrger
 • 5-6 dl hveiti
 • ½ tsk sykur
 • ½ dl braðdauf olía (ekki ólívuolía)
 • 1 tsk salt

Fylling að eigin vali. Ég nota góða skinku, brie og rifinn sterkan gouda.

Hitið vatnið í sirka 37 gráður. Blandið geri, vatni og sykri saman í skál, setjið viskastykki yfir og látið standa í nokkrar mínútur eða þar til blandan fer að freyða. Bætið hveiti, olíu og salti saman við og hnoðið saman í deig. Ég hnoða deigið vel saman (3-5 mínútur með hnoðaranum í hrærivélinni). Látið deigið hefast í 30 mínútur (ég læt það hefast í ofninum við 40° án blásturs).

Skinkuhorn

Skiptið deiginu í tvennt. Fletjið út eins og pizzur og skerið í 8 sneiðar. Leggið fyllingu á hverja sneið, rúllið upp, leggið á smjörpappírsklædda böknarplötu, penslið með upphrærðu eggi og stráið sesamfræjum yfir. Bakið við 200° í 10-15 mínútur.

Skinkuhorn

Hvítlaukssósa:

 • 1 dl sýrður rjómi (feitur, helst þessi nýji sem er 34%)
 • 2 msk majónes (ég nota Hellmann´s)
 • 1 fínhakkað hvítlauksrif
 • smá salt

Öllu hrært saman og látið standa í ísskáp.

8 athugasemdir á “Skinkuhorn og hvítlaukssósa

 1. Prófaði þessi í gær og þau voru mjög góð, en osturinn rann nánast allur út úr þeim þrátt fyrir að ég hafi passað að hafa ekki of mikið inn í þeim. Kanntu einhver ráð við því? 🙂

  1. Æ, fyrirgefðu sein svör. Glatað að osturinn hafi runnið út. Ég klemmi alltaf hliðarnar saman þannig að osturinn lokist inni í horninu. Gæti verið að það sé málið?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s