Heimsins besta Sloppy Joe!

Heimsins besta Sloppy JoeNú þegar styttist í helgina má ég til með að gefa uppskrift af æðislegum helgarmat. Ég gæti vel lifað á Sloppy Joe, hef prófað all margar uppskriftir og þessi er sú langbesta sem ég hef smakkað. Kjötsósan er svo bragðgóð að það nær engri átt! Hún er sett í hamborgarabrauð sem hafa verið smurð með smjöri og hituð í ofni þannig að þau fá stökka skorpu og verða mjúk að innan. Þið getið rétt ímyndað ykkar hvað þetta er gott, stökkt og mjúkt brauðið með bragðmikilli kjötsósunni. Svo brjálæðislega gott! Herlegheitin bar ég fram með djúpsteiktum frönskum, Hellmans mæjónesi, kokteilsósu og hrásalati. Ekta föstudagsmatur!

Heimsins besta Sloppy Joe

Það varð smá afgangur af kjötsósunni hjá okkur sem ég frysti. Hann endaði síðan ofan á pizzabotni eitt kvöldið þegar við komum seint heim og enginn tími gafst til að elda. Þá kom sér vel að eiga pizzadeigsrúllu í ískápnum sem ég smurði með pizzasósu, setti kjötsósuna yfir og vel af osti. Pizzuna bar ég síðan fram með hrásalati. Svakalega gott!

Sloppy Joe

  • 3 msk smjör
  • ½ bolli laukur, fínhakkaður
  • 1 rauð paprika
  • 1½ tsk hvítaukur, fínhakkaður
  • 450 g nautahakk
  • 2½ msk púðursykur
  • 2 msk Dijon sinnep
  • 2 msk Worcestershire sósa
  • 1 msk chili krydd (þið getið byrjað á hálfri msk og smakkað ykkur áfram)
  • 1 tsk reykt paprikukrydd
  • 1 bolli tómatsósa
  • ⅓ bolli eplaedik
  • salt og pipar
  • hamborgarabrauð til að bera réttinn fram í

Bræðið smjör á pönnu við miðlungsháan hita. Þegar smjörið hefur bráðnað er laukurinn settur á pönnuna og látinn mýkjast. Bætið papriku og hvítlauk á pönnuna og steikið í 1 mínútu (hrærið aðeins í á meðan). Bætið nautahakkinu á pönnuna og látið það brúnast aðeins (það tekur um 3 mínútur). Bætið púðursykri, Dijon sinnepi, worcestershire sósu, chilikryddi og reyktu paprikukryddi á pönnuna. Hrærið í og látið steikjast í hálfa mínútu, bætið þá tómatsósu og eplaediki út í. Látið sjóða saman í 5 mínútur og smakkið til með salti og pipar. Það má þá bera réttinn fram en því lengur sem hann fær að sjóða því betri verður rétturinn. Best er að leyfa honum að sjóða við vægan hita í klukkustund.Heimsins besta Sloppy JoeHeimsins besta Sloppy JoeHeimsins besta Sloppy JoeHeimsins besta Sloppy Joe

Smyrjið hamborgarabrauð með smjöri og hitið í ofni þar til brauðin hafa fengið stökka skorpu en eru mjúk að innan. Fyllið hamborgarabrauðin með nautahakkinu og berið fram.

8 athugasemdir á “Heimsins besta Sloppy Joe!

  1. Ég geri ráð fyrir að þar sem stendur 1 1/2 tsk laukur fínsaxaður, eigi að standa hvítlaukur ekki satt? En smyrðu brauðin að s.s. að utan ?

    1. Takk fyrir ábendinguna! Það átti að sjálfsögðu að standa hvítlaukur 🙂 Ég smyr brauðin að innan og þegar þau fara í ofninn tek ég þau í sundur þannig að botninn er sér og toppurinn sér (set þau sem sagt ekki hvort ofan á öðru inn í ofn heldur tek þau í sundur áður þannig að smjörhliðarnar snúa upp).

    1. Takk fyrir ábendinguna! Sinnepið fer með púðursykri, worcestershire sósu, chilikryddi og reyktu paprikukryddi á pönnuna. Er búin að laga þetta í uppskriftinni 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s