Mjúk kaffikaka með súkkulaðibitum og kanil

Mjúk kaffikaka með súkkulaðibitum og kanil

Í kvöld ætlum við strákarnir út að borða og á Billy Elliot (örugglega síðust af öllum!) og því þarf ég ekki að huga að neinum mat fyrir kvöldið. Mér þykir það ljúft inn á milli en það hefur verið full mikið af ljúfa út-að-borða lífinu upp á síðkastið. Ekki að ég sé að kvarta (sko alls ekki!) en mér þykir bara svo gaman að elda heima um helgar. Á morgun er því því planið að bæta það upp með góðri sunnudagssteik og ég ætla að leggjast aðeins yfir uppskriftabækurnar í dag þar sem mig langar að prófa eitthvað nýtt.

Mjúk kaffikaka með súkkulaðibitum og kanil

Ég datt niður á svo góða kökuuppskrift hjá Smitten Kitchen um daginn og var ekki róleg fyrr en ég var búin að baka hana. Kakan er mjúk, dásamlega góð og passar stórvel með helgarkaffinu. Gunnar fékk sér 5 sneiðar á einu bretti og gaf henni bestu mögulegu einkunn. Tilvalinn helgarbakstur!

Mjúk kaffikaka með súkkulaðibitum og kanil

Mjúk kaffikaka með súkkulaðibitum og kanil (uppskrift frá Smitten Kitchen)

Botn:

  • ½ bolli smjör við stofuhita (113 g)
  • 1 ½ bolli sykur (300 g)
  • 3 stór egg, hvítur og rauður aðskildar
  • 1 ½ tsk vanilludropar
  • 2 bollar sýrður rjómi
  • 3 bollar hveiti (375 g)
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 ½ tsk matarsódi
  • ¾ tsk salt

Fylling og toppur:

  • 2 bollar súkkulaðibitar (ég notaði 2 poka af suðusúkkulaðidropum)
  • ½ bolli sykur (100 g)
  • 1 tsk kanill

Hitið ofninn í 175° og smyrjið skúffukökuform. Hrærið saman smjör og sykur, bætið eggjarauðum og vanilludropum saman við og hrærið áfram. Sigtið hveiti, matarsóda, lyftiduft og salt saman í sér skál. Hrærið á víxl sýrðum rjóma og hveitiblöndunni saman við deigið. Stífþeytið eggjahvítur og hrærið þeim að lokum varlega saman við deigið.

Hrærið saman sykur og kanil fyrir fyllinguna.

Setjið helminginn af deiginu í skúffukökuformið, stráið helmingnum af kanilsykurblöndunni yfir og 1 bolla af súkkulaðibitum. Setjið seinni helminginn af deiginu yfir og reynið að slétta úr því þannig að það hylji fyllinguna. Setjið það sem eftir var af kanilsykrinum yfir og seinni bollann af súkkulaðibitunum. Þrýstið létt með lófanum yfir súkkulaðibitana svo þeir festist í deiginu. Bakið í 40-50 mínútur, eða þar til prjónn sem stungið hefur verið í kökuna kemur hreinn upp.

Mjúk kaffikaka með súkkulaðibitum og kanil

 

2 athugasemdir á “Mjúk kaffikaka með súkkulaðibitum og kanil

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s