Döðlukúlur

Döðlukúlur

Ég var með smá boð um daginn og bauð meðal annars upp á þessar heilsusamlegu döðlukúlur. Mér þykja þær ekki komast með tærnar þar sem þessar kókoskúlur hafa hælana, en það geta ekki alltaf verið jólin og mig langaði til að bjóða upp á heilsusamlegri kost fyrir þá sem það vilja. Ég bakaði einnig fræhrökkbrauð með rósmarín og sjávarsalti sem ég bar fram með ostum og ávextum. Ég get borðað fræhrökkbrauð sem snakk og þau passa svo vel á ostabakka, það er ekki hægt að líkja þeim við saltkexin sem rata svo oft á borð með ostum.

DöðlukúlurDöðlukúlur

Döðlukúlurnar ruku út á svipstundu! Í fullri hreinskilni þá er svona heilsusætindindi sjaldan minn tebolli en gestirnir voru hrifnir og ég átti í fullu fangi með að halda krökkunum frá kúlunum áður en gestirnir komu. Þau elskuðu þær!

Döðlukúlur

Döðlukúlur

  • 2 dl döðlur
  • 2 msk haframjöl
  • 1 dl möndlur eða hnetur
  • 1 msk kakó eða súkkulaðipróteinduft
  • 1/2 – 1 tsk rommdropar eða 1-2 msk kaffi
  • kókosmjöl til að velta kúlunum upp úr

Setjið allt hráefnið fyrir utan kókosmjölið í matvinnsluvél eða vinnið saman með töfrasprota. Rúllið litlar kúlur úr blöndunni og veltið upp úr kókosmjöli.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s