Timjankrydduð hakkbuff með rjómasoðnu savoy káli

Timjankrydduð hakkbuff með rjómasoðnu savoy káli

Ég held að maí hljóti að vera annasamasti mánuður ársins. Þá er allt að gerast! Lokapróf, lokasýningar í tómstundum, tónleikar í tónlistarskólanum, skólaslit og útskriftir með viðeigandi veisluhöldum. Ég hef gaman af þessu öllu, nema kannski próflestrinum hjá krökkunum, en allt þetta húllumhæ hefur valdið því að ég hef lítið náð að dunda mér í eldhúsinu. Undanfarnar vikur hefur kvöldmaturinn oftar en ekki snúist um að gera eitthvað fljótlegt en gott. Nú er hins vegar júní runninn upp, krakkarnir að komast í sumarfrí og lífið að falla í rólegri gír.

Timjankrydduð hakkbuff með rjómasoðnu savoy káli

Í dag fórum við á skólaslit í tónlistarskólanum hjá Gunnari en í síðustu viku spilaði hann á tónleikum þar. Það gekk mjög vel hjá honum en í lok lagsins kom fölsk nóta og þessi mynd náðist akkúrat á því augnabliki. Mér þykir hún dásamleg og svipurinn óborganlegur. Sjálf heyrði ég ekki að nótan væri fölsk heldur fannst hann skila laginu fullkomlega frá sér. Að sama skapi hefði hann getað spilað allt lagið falskt og mér hefði samt þótt það æðislegt…

Timjankrydduð hakkbuff með rjómasoðnu savoy káli

Þó að ég viti fátt skemmtilegra en að dunda mér í eldhúsinu þá verð ég alltaf jafn glöð yfir ljúffengum réttum sem eru einfaldir og tekur stutta stund að reiða fram. Í amstri dagsins reynst oft mikill fjársjóður í slíkum uppskriftum. Þessi hakkbuff voru á boðstólnum eitt maíkvöldið hjá okkur og voru svo æðislega góð að ég er enn að hugsa um þau. Sósan var svo ljúffeng og meira að segja Malín sem þykist ekki borða beikon borðaði allt með bestu lyst. Ég bar réttinn fram með kartöflum og rifsberjahlaupi en hrísgrjón eða jafnvel bara einfalt salat dugar vel með.

Timjankrydduð hakkbuff með rjómasoðnu savoy káli

  • 500-600 g blandað hakk eða nautahakk
  • 200 g beikonkurl
  • 1 savoykálhaus
  • 3 dl rjómi (½ dl fer í buffin og 2½ dl í sósuna)
  • 1 egg
  • 1 epli (ég notaði gult)
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 tsk þurrkað timjan
  • 1 msk dijon sinnep
  • salt og pipar

Hitið ofn í 225°. Blandið nautahakki, eggi, rjóma, dijonsinnepi, salti, pipar, pressuðu hvítlauksrifi og timjan saman. Smyrjið eldfast mót með smjöri. Mótið buff úr hakkblöndunni og raðið þeim í eldfasta mótið. Setjið í ofn í 15-20 mínútur. Takið úr ofninum og skerið í eitt buffið til að tryggja að þau séu fullelduð.

Steikið beikon í rúmgóðum potti. Skerið savoykálið (um 8 kálblöð, ekki nota grófustu blöðin) í strimla og bætið í pottinn með beikoninu. Steikið áfram í smá stund og stráið síðan smá hveiti yfir áður en 2,5 dl af rjóma er hellt yfir. Ef blandan verður of þykk þá er hún þynnt með smá vatni. Skerið eplið í teninga og bætið í. Saltið og piprið eftir smekk (athugið að fara varlega í saltið út af beikoninu). Látið sjóða í nokkrar mínútur eða þar til kálið er orðið mjúkt.

2 athugasemdir á “Timjankrydduð hakkbuff með rjómasoðnu savoy káli

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s