Banana- og súkkulaðifudge

Það eru eflaust fáir hér inni í leit að sætindum svona rétt eftir jól en ég hreinlega get ekki sleppt því að setja þessa dásemdarmola hingað inn. Ég vil geta gengið að þeim vísum næst þegar ég ætla að gera þá og þá er hvergi betra að geyma uppskriftina en hér.

Krakkarnir elskuðu þetta sælgæti! Bananar og súkkulaði passa jú svo vel saman og það er sérlega gaman að bera fram sælgæti sem er heimagert.

Banana- og súkkulaðifudge

Súkkulaðifudge

 • 3 dl rjómi
 • 3 dl sykur
 • 1 dl sýróp
 • 50 g smjör
 • 2 msk hunang
 • 100 g suðusúkkulaði

Setjið rjóma, sykur og sýróp í pott. Látið suðuna koma upp og sjóðið við miðlungsháan hita þar til blanda er orðin 120° heit. Takið pottinn frá hitanum og hrærið smjör og hunang út í. Látið pottinn aftur á heita helluna og látið sjóða áfram í 2 mínútur. Takið pottinn af hitanum og hrærið hökkuðu súkkulaði saman við þar til blanda er orðin slétt. Hellið blöndunni í lítið mót/form sem hefur verið klætt með smjörpappír. Látið standa í ísskáp á meðan bananablandan er gerð.

Bananafudge

 • 12 mjúkir bananar af nammibarnum (sjá mynd hér fyrir neðan)
 • 2 dl sykur
 • 1 dl rjómi
 • 50 g smjör
 • 150 g hvítt súkkulaði

Klippið bananana í litla bita og setjið í pott ásamt smjöri, rjóma og sykri. Látið sjóða saman vði vægan hita þar til allt hefur bráðnað. Látið sjóða áfram í 5 mínútur og hrærið í pottinum á meðan. Takið pottinn af hitanum og hrærið hökkuðu súkkulaði saman við þar til blandan er orðin slétt. Látið kólna aðeins áður en blöndunni er hellt yfir súkkulaðifudge-ið. Látið kólna alveg (helst í ísskáp yfir nóttu) áður en skorið í bita.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Ein athugasemd á “Banana- og súkkulaðifudge

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s